Bæjarráð

3736. fundur 26. ágúst 2021 kl. 08:15 - 10:14 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 9:01.

1.Bifreiðastæðasjóður Akureyrar - samþykkt

Málsnúmer 2021080919Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að samþykkt fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Eggert Þór Óskarsson forstöðumaður fjárreiðna, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Gíslason mætti aftur til fundar kl. 9:26.

2.Torfunefsbryggja - endurbygging

Málsnúmer 2019110172Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. um lóð við Torfunefsbryggju.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að kynna drög að samningi fyrir stjórn Hafnasamlagsins.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3 með fimm samhljóða atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4 með fimm samhljóða atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Northern Forum 2017-2021

Málsnúmer 2017010562Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. ágúst 2021 þar sem Vladimir Vasiliev f.h. Northern Forum kynnir að hafin sé söfnun á hjálpargögnum vegna skógarelda í sjálfstjórnarlýðveldinu Sakha (Yakutia) í Rússlandi.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Fundi slitið - kl. 10:14.