Bæjarstjórn

3503. fundur 14. desember 2021 kl. 16:00 - 18:40 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2021

Málsnúmer 2021080626Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar eftir yfirferð og athugasemdir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2021

Málsnúmer 2021061907Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. desember 2021:

Lagðir fram lánssamningar frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna tveggja lána til Akureyrarbæjar að fjárhæð samtals kr. 700 milljónir. Annars vegar er um að ræða 500 milljóna króna lán til fjármögnunar á framkvæmdum og endurfjármögnun afborgana eldri lána og hins vegar er 200 milljóna króna lán til fjármögnunar uppbyggingar göngu- og hjólastíga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð fagnar lántöku á fyrsta græna láni sveitarfélagsins, það markar ánægjuleg tímamót að Akureyrarbær taki sitt fyrsta græna lán vegna umhverfisvænna fjárfestinga s.s. stígagerðar, stétta og göngu- og hjólabrúa.

Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir hér með, með 11 samhljóða atkvæðum, að taka tvö lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól samtals allt að kr. 700.000.000. Annars vegar lán að upphæð kr. 500.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 og hins vegar lán að upphæð kr. 200.000.000 með lokagjalddaga 15. ágúst 2029 í samræmi við skilmála að lánssamningum sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar lánunum (höfuðstól, verðbótum auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Eru lánin tekin til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun lána.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - viðauki

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 6 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Álagning gjalda - útsvar 2022

Málsnúmer 2021111531Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. desember 2021:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2022 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að útsvar verði 14,52% á árinu 2022 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2022

Málsnúmer 2021111533Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. desember 2021:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2022 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2022 með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2022 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2021111533Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. desember 2021:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2022

Málsnúmer 2021120247Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að gjaldskrám með þeim breytingum að gjaldskrá leikskóla hækkar um 4,5% í stað 4%, auk þess sem fellt er niður 10% álag vegna barna yngri en 24 mánaða.

Bæjarráð vísar gjaldskrám Akureyrarbæjar 2022 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022

Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 1. desember 2021:

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2021, unnið í samvinnu velferðar- og fjársýslusviðs sem fjallar um leiguíbúðir Akureyrarbæjar, leigufjárhæðir og greiningar.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir framkomna tillögu um hækkun leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir bæjarins frá og með 1. febrúar 2022 og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að hækka grunn leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% frá og með 1. febrúar nk. en leiguverð tekur að öðru leyti áfram mið af mánaðarlegri breytingu neysluverðsvísitölu. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að vinnuhópur þvert á velferðarsvið og fjársýslusvið með aðkomu umhverfis- og mannvirkjasviðs fari rækilega ofan í verðlagningu á leiguíbúðunum og taki tillit til allra þátta en sérstaklega stöðu þess hóps sem leigir af sveitarfélaginu. Vinnuhópurinn geri velferðarráði grein fyrir niðurstöðum sínum eigi síðar en 30. mars 2022.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að grunnur leiguverðs leiguíbúða bæjarins hækki um 4% frá og með 1. febrúar nk. en leiguverð taki að öðru leyti áfram mið af mánaðarlegri breytingu neysluverðsvísitölu.

9.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - seinni umræða

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.

Í umræðum tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Þórhallur Jónsson.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2023

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2024

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2025

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2022-2025


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Félagslegar íbúðir

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Hlíðarfjall

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2022 að fjárhæð -1.613.762 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2022 að fjárhæð 13.025.169 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2022 að fjárhæð 98.961 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2022 að fjárhæð 511.196 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2022 að fjárhæð -11.187 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.


Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2022 að fjárhæð

-1.014.793 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 36.996.270 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2022 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 39.335 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 122 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -28.828 þús. kr.

IV. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða 0 kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 141.852 þús. kr.

VI. Hlíðarfjall, rekstarniðurstaða 11 þús. kr.

VII. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 332.206 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 15 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2022 að fjárhæð -623.522 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2022 að fjárhæð 61.377.872 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2022:

Aðalsjóður 1.408.000 þús. kr.

A-hluti 1.828.000 þús. kr.

B-hluti 1.533.743 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 3.361.743 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2022 lagðar fram:


a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.


a) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.


b) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2022

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2022. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.


c) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsir því yfir að 9. liður dagskrárinnar ásamt 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 9. desember 2021 séu þar með afgreiddir.


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi þess hversu illa hefur gengið að ná rekstri Akureyrarbæjar í sjálfbært horf allt frá efnahagshruni tel ég afar mikilvægt að á næstu árum verði haldið áfram að gæta verulegs aðhalds í rekstri með þeim áherslum sem núverandi bæjarstjórn hefur sett í samstarfssáttmála sínum um að standa vörð um viðkvæma hópa samfélagsins og setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang. Í þessu ljósi vil ég benda á að Akureyrarbær ver mun hærri fjárhæð per íbúa til æskulýðs- og íþróttamála en öll önnur sveitarfélög af sambærilegri stærð. Á sama tíma ver Akureyrarbær lægri fjárhæð per íbúa til fræðslu- og uppeldismála en sambærileg sveitarfélög. Ég tel mikilvægt að á næstu misserum verði horft til þess að ná fram hagræðingu í rekstri íþróttamála með það að markmiði að útgjöld verði í takt við sveitarfélög af sambærilegri stærð.

10.Dalvíkurlína - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110081Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. nóvember 2021:

Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Dalvíkurbyggðar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða skipulags- og matslýsingu og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. nóvember 2021:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 23. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi sem hefur verið í ferli í rúm tvö ár en lýsing skipulagsbreytingarinnar var kynnt á fundi í Hofi þann 21. október 2019, drög að breytingu voru kynnt 6. maí 2020 og var tillaga að breytingu síðan auglýst 6. janúar 2021 með athugasemdafresti til 17. febrúar. Að athugasemdafresti loknum samþykkti bæjarstjórn að fara í íbúakosningu um breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Ráðgefandi íbúakosning fór fram frá 27. til 31. maí 2021 og var málið tekið fyrir í bæjarstjórn að nýju þann 15. júní sl. Var málinu þá vísað aftur til umfjöllunar skipulagsráðs.

Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar.

12.Hjúkrunarheimili - nýbygging

Málsnúmer 2018120188Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. nóvember 2021:

Lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins/Ríkiseigna dagsett 19. nóvember 2021 varðandi byggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu. Er óskað eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðis sem í aðalskipulagi er merkt S31 til að koma megi fyrir hjúkrunarheimili á einni hæð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagi verði ekki breytt til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er ekki vel farið með takmarkað byggingarland að gera ráð fyrir um 4.000 m² hjúkrunarheimili á einni hæð og með því minnka það svæði sem afmarkað var í aðalskipulagi til nýtingar fyrir Síðuskóla. Er meðal annars gert ráð fyrir byggingu leikskóla á lóðinni í framtíðinni. Frekar ætti að líta til uppbyggingar á fleiri hæðum líkt og gert er við byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík og gert hefur verið í uppbyggingu hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu, t.d. við Sléttuveg, Sóltún og í Mörkinni.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að aðalskipulagi verði ekki breytt til samræmis við fyrirliggjandi erindi.

13.Tónatröð og Spítalavegur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2021120164Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 8. desember 2021:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma við Tónatröð og Spítalaveg til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10. nóvember 2021.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson, Tryggvi Már Ingvarsson, Sóley Björk Stefánsdóttir Andri Teitsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir skipulagslýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Heimir Haraldsson S-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sitja hjá við afgreiðsluna og leggja fram eftirfarandi bókun:

Þær hugmyndir sem nú liggja til grundvallar uppbyggingar við Tónatröð eru að mörgu leyti álitlegar. Hins vegar er ekki hægt að taka afstöðu til þeirra vegna þess hvernig staðið var að málum í upphafi. Við ítrekum því þá afstöðu okkar að í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis hefði verið eðlilegt að bæjarstjórn tryggði að allir áhugasamir hefðu fengið jöfn tækifæri til þess að sækjast eftir lóðum við Tónatröð á breyttum forsendum. Því hefði verið æskilegra að svæðið yrði skipulagt sem almennur þróunarreitur og auglýst eftir samstarfsaðila vegna vinnu við skipulag reitsins, þó með þeim skilyrðum að uppbygging falli vel að nærliggjandi byggð.

14.Samningur við MAk 2021 - 2023

Málsnúmer 2021051151Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. nóvember 2021:

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 12. október 2021:

Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum og vísar honum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita samninga um leigu á Samkomuhúsinu og Hofi.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið. Auk hennar tók Eva Hrund Einarsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum.

15.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram drög að greinargerð bæjarstjóra um framkvæmd stjórnsýslubreytinga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar greinargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar ásamt skipuriti, sem tekur gildi 1. janúar 2022, með vísan til hagræðingar sem hefur í för með sér að stjórnkerfið er einfaldað, innleiddar eru stafrænar lausnir og kostnaður lækkaður ásamt því að þjónusta er bætt.

16.Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - bæjarráð

Málsnúmer 2021090862Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð.

17.Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2021090862Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram drög að samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð.

18.Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - skipulagsráð

Málsnúmer 2021090862Vakta málsnúmer

Liður 13 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsráð.

19.Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2021090862Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að breytingum á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð.

20.Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - velferðarráð

Málsnúmer 2021090862Vakta málsnúmer

Liður 15 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir velferðarráð.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlögð drög að breytingum á samþykkt fyrir velferðarráð.

21.Kosning nefnda 2018-2022 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2018060032Vakta málsnúmer

Kosning í fræðslu- og lýðheilsuráð frá ársbyrjun 2022 til loka kjörtímabils.

Lögð fram tillaga um fulltrúa:


Aðalfulltrúar:

Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, formaður

Gunnar Már Gunnarsson B-lista

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, varaformaður

Viðar Valdimarsson M-lista

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista, áheyrnarfulltrúi

Varafulltrúar:

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista

Stefán Örn Steinþórsson M-lista

Sveinn Arnarsson S-lista

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista

Þórhallur Harðarson D-lista

Þuríður Sólveig Árnadóttir V-lista, varaáheyrnarfulltrúi
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

22.Bæjarstjórn - áætlun um fundi 2022

Málsnúmer 2017050158Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2022.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti áætlunina.
Bæjarstjórn samþykkir fundaáætlunina með 11 samhljóða atkvæðum.

23.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Í lok fundar tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa óskaði Gunnar Gíslason forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 18. og 25. nóvember, 2. og 9. desember 2021
Bæjarráð 18. og 25. nóvember, 2. og 9. desember 2021
Frístundaráð 1. desember 2021
Fræðsluráð 15. nóvember 2021
Skipulagsráð 24. nóvember og 8. desember 2021
Stjórn Akureyrarstofu 2. desember 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. nóvember og 3. desember 2021
Velferðarráð 1. desember 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:40.