Bæjarráð

3775. fundur 14. júlí 2022 kl. 08:15 - 12:05 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sindri Kristjánsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Heimis Arnar Árnasonar.
Sindri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfund.

1.Kaupvangsstræti 31 - Píludeild Þórs - beiðni um umsögn - rekstrarleyfi

Málsnúmer 2022051152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2022 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Reimars Helgasonar kt. 190368-5729 um rekstrarleyfi samkvæmt flokki II fyrir veitingaleyfi G að Kaupvangsstræti 31, Akureyri.

Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 veitir sýslumaður leyfi til sölu og veitingar hvers kyns veitinga í atvinnuskyni á veitingastöðum, þar á meðal til veitingastaða sem selja áfengi, að fengnum umsögnum lögreglustjóra, heilbrigðisnefnda, sveitarstjórnar, slökkviliðs og eftir atvikum annarra umsagnaraðila.

Umsækjandi er deild innan íþróttafélags sem sótt hefur um vínveitingaleyfi (rekstur veitinga í flokki II), í húsnæði píludeildar í íþróttahúsinu við Laugargötu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir eftirfarandi umsögn:

Akureyrarbær hefur í tvígang veitt jákvæða umsögn vegna umsóknar um vínveitingaleyfi í húsnæði sem tengd eru íþróttastarfsemi; í golfskála að Jaðri og í skíðahóteli í Hlíðarfjalli. Í þeim húsakynnum eru sérstakir veitingasalir og fullbúin eldhús þar sem jafnframt er framreiddur matur sem boðinn er viðskiptavinum í atvinnuskyni, til neyslu á staðnum. Í umræddum húsakynnum að Kaupvangsstræti er hvorki veitingastaður né frameiddur matur til sölu, enda er sú starfsemi ekki meginstarfsemi píludeildarinnar.

Undanfarið hefur borið á því að seldir hafa verið áfengir drykkir á íþróttakappleikjum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum hefur verið sótt um tækifærisleyfi í hvert sinn sem leikir hafa farið fram. Um tækifærisleyfi til áfengisveitinga er sótt við einstök tækifæri í atvinnuskyni hvort sem um beina sölu veitinganna er að ræða eða afhendingu þeirra, svo sem í kynningarskyni, á sýningum eða sem lið í hvers konar samkomu- og/eða ráðstefnuhaldi, hvort sem er innandyra, undir berum himni eða í tjaldi. Slík leyfi eru eingöngu gefin út þegar atburður fer fram á stað sem ekki hefur rekstrarleyfi.

Með vísan til alls framangreinds getur bæjarráð ekki veitt jákvæða umsögn vegna umsóknar Píludeildar Þórs, en bendir félaginu á að heimilt er að sækja um tækifærisleyfi vegna einstaks tilefnis.

Sindri Kristjánsson S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

2.Skarðshlíð 20 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2022061121Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi um greiðslu byggingarréttargjalds.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að samkomulagi með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og bæjarlögmanni að ganga frá því.

3.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2022

Málsnúmer 2022042594Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fimm mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. júní 2022:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3.

5.Ársreikningur Akureyrarbæjar 2021 - ábending frá EFS

Málsnúmer 2022061355Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2022 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfylli sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar. Einnig er bent á að frá og með ársbyrjun 2026 verði sveitarstjórnum óheimilt að víkja frá þessum skilyrðum og því er sveitarstjórnin hvött til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná þessum lágmarksviðmiðum og hafa samband við EFS óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið sem er almenns eðlis þar sem ekki kemur skýrt fram hvar sveitarfélagið er ekki að ná viðmiðum Eftirlitsnefndar. Bæjarráð tekur undir markmiðin sem þó eru ekki aðeins verkefni sveitarfélagsins heldur ríkisvaldsins og leggur því áherslu á að ráðist verði í endurskoðun á tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga.

6.Sunnuhlíð 12 - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2022010984Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Sunnuhlíð 12 lauk þann 3. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar þar sem m.a. er óskað eftir að gert verði ráð fyrir göngustíg við austurmörk lóðarinnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Sunnuhlíðar 12 verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngustíg við austurmörk lóðarinnar til samræmis við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sindri Kristjánsson S-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs, auk gönguleiðar innan lóðar sem var hluti af áður auglýstu skipulagi.

7.Stofnstígur - breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju

Málsnúmer 2022061610Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Lögð fram tillaga á vinnslustigi frá Verkís verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju vegna fyrirhugaðs stofnstígs meðfram Drottningarbraut og Leiruvegi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipulagssvæðið stækki til austurs út að sveitarfélagamörkum Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar og lagningu stofnstígs norðan við Leiruveg.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Málsnúmer 2021100029Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 1. mars sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir. Nú liggja fyrir endurbætt drög Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingunni og er hún því lögð fram að nýju.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að það samþykki fram lagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Geislagata 5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020917Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu lauk 24. júní sl. Tvær athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Jón Hjaltason F-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum.

10.Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2022

Málsnúmer 2022050179Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir öðru sinni liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:

Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna yfirbyggingar á drifstöð Fjallkonunnar ásamt viðbyggingu.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf á að fara yfir þarfagreiningu og kostnaðaráætlun og ræða mögulegar útfærslur til að auka rekstraröryggi og bæta aðbúnað við Fjallkonuna fyrir starfsfólk og gesti Hlíðarfjalls.

Verkefninu er vísað til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 30. júní sl. og var sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að vinna málið áfram og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

11.Ósk um viðauka vegna leikskólastarfs haustið 2022

Málsnúmer 2022060685Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 30. júní 2022:

Minnisblað lagt fram til seinni umræðu með ósk um viðauka vegna leikskólastarfs haustið 2022 að fjárhæð 51 milljón.

Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra barna í grunnskólum sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 51 milljón kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

12.Ósk um viðauka vegna sérúrræða grunnskólum haustið 2022

Málsnúmer 2022060684Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 30. júní 2022:

Minnisblað lagt fram til seinni umræðu með ósk um viðauka vegna grunnskóla haustið 2022 að fjárhæð kr. 12,8 milljónir.

Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra barna í grunnskólum sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,8 milljónir kr. og vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

13.Hlíðarfjallsvegur - deiliskipulag gagnavers og athafnalóða

Málsnúmer 2021090194Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Deiliskipulag athafnalóða sunnan Hlíðarfjallsvegar tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 1. júlí sl. Fyrir liggur viljayfirlýsing Akureyrarbæjar og atNorth ehf. dagsett 5. apríl 2022 um úthlutun lóðar fyrir gagnaver án auglýsingar byggt á samþykkt bæjarstjórnar frá 18. janúar 2022. Sá fyrirvari var settur að endanleg úthlutun lóðarinnar gæti ekki farið fram fyrr en deiliskipulag svæðisins hefði tekið gildi.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að atNorth ehf. verði úthlutað 17.178 fm lóð nyrst á skipulagssvæðinu til samræmis við fyrirliggjandi viljayfirlýsingu.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að atNorth ehf. verði úthlutað 17.178 fm. lóð nyrst á skipulagssvæðinu til samræmis við fyrirliggjandi viljayfirlýsingu. Lóðaúthlutunin er í samræmi við heimild í 4. mgr. 2.3. gr. í Reglum Akureyrarbæjar um úhlutun lóða.

14.Listasafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í listasafnsráð 2022

Málsnúmer 2022060929Vakta málsnúmer

Skipun fulltrúa í Listasafnsráð Listasafnsins á Akureyri.
Bæjarráð skipar Dagrúnu Matthíasdóttur og Herdísi Björk Þórðardóttur í Listasafnsráð Listasafnsins á Akureyri, ásamt Heimi Erni Árnasyni sem bæjarráð hafði áður skipað í ráðið.

15.Félag stjórnenda leikskóla - kjarasamningur bókun 4

Málsnúmer 2022070120Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögu um framkvæmd bókunar 4 í kjarasamningi Félags stjórnenda leikskóla.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um framkvæmd bókunar 4.

16.Skólastjórafélag Íslands - kjarasamningur bókun 5

Málsnúmer 2022010572Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögu um framkvæmd bókunar 5 í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um framkvæmd bókunar 5.

17.Tillögur um styttingu vinnutíma grunnskólakennara

Málsnúmer 2022060514Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur útfærslu styttingar vinnutíma grunnskólakennara í Brekkuskóla, Giljaskóla, Glerárskóla, Hlíðarskóla, Hríseyjarskóla, Lundarskóla, Naustaskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að styttingu vinnutíma grunnskólakennara frá 1. ágúst nk. út skólaárið 2022-2023.

18.Mannréttindastefna, kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum 2022-2026

Málsnúmer 2022061012Vakta málsnúmer

Umfjöllun um kynjaskiptingu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Akureyrarbæjar í júlí 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

19.Kjör formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2022070209Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2022 frá Vali Rafni Halldórssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntur er framboðsfrestur til formannskjörs sambandsins sem er til og með 15. júlí n.k. Kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn og skulu framboð tilkynnast með tölvupósti á samband@samband.is. Vegna breytinga á samþykktum verður formaðurinn nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi.

20.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010390Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 24. maí 2022 ásamt skýrslu ráðsins fyrir liðið starfsár.

Á aðalfundinum voru kosnir í hverfisráð Friðrik Ingimarsson, Ingólfur Sigfússon og Narfi Freyr Narfason og til vara Aron Sigurbjörnsson, Ásrún Ýr Gestsdóttir og Kristinn Frímann Árnason.
Bæjarráð þakkar fráfarandi hverfisráði fyrir vel unnin störf og óskar nýju hverfisráði velfarnaðar.

21.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. maí 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 og leggur þunga áherslu á að sem allra fyrst verði mótuð og innleidd breytt kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, þar sem ríkið tekur á sig verulega aukna kostnaðarábyrgð frá því sem nú er. Jafnframt tekur bæjarráð undir mikilvægi þess að móta áætlun um framhald innleiðingar á notendastýrðri persónulegri aðstoð og átak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Samhliða þeirri áætlun verði jafnframt settar fram tillögur um öfluga aðkomu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

22.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 23. júní 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna viljayfirlýsingar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk og telur mikilvægt að stefna verði mörkuð til að tryggja þjónustu við elstu íbúa landsins. Mikilvægur þáttur í umbótum á þessu sviði er að samþætta þjónustu sveitarfélaga á heimilum eldra fólks við þá þjónustu sem ríkið veitir, ásamt því að innleiða velferðartækni í alla þjónustu. Þá tekur bæjarráð einnig undir mikilvægi þess að auka áherslu á forvarnir og heilsueflandi aðgerðir en sveitarfélög hafa mörg hver stigið stór skref hvað það varðar. Jafnframt er ekki undan því komist að ítreka mikilvægi þess að allir þeir þættir sem þarna eru til umfjöllunar verði kostnaðarmetnir og fullfjármagnaðir.

Fundi slitið - kl. 12:05.