Málsnúmer 2022051152Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 18. maí 2022 frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Reimars Helgasonar kt. 190368-5729 um rekstrarleyfi samkvæmt flokki II fyrir veitingaleyfi G að Kaupvangsstræti 31, Akureyri.
Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 veitir sýslumaður leyfi til sölu og veitingar hvers kyns veitinga í atvinnuskyni á veitingastöðum, þar á meðal til veitingastaða sem selja áfengi, að fengnum umsögnum lögreglustjóra, heilbrigðisnefnda, sveitarstjórnar, slökkviliðs og eftir atvikum annarra umsagnaraðila.
Umsækjandi er deild innan íþróttafélags sem sótt hefur um vínveitingaleyfi (rekstur veitinga í flokki II), í húsnæði píludeildar í íþróttahúsinu við Laugargötu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sindri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfund.