Bæjarráð

3740. fundur 23. september 2021 kl. 08:15 - 11:08 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að framkvæmda- og viðhaldsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðmaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds hjá umhverfis- og mannvirkjasviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Eva Hrund Einarsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 9:00 og Andri Teitsson tók hennar sæti á fundinum.

2.Torfunefsbryggja - endurbygging

Málsnúmer 2019110172Vakta málsnúmer

Kynntar athugasemdir stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs. við drög að samningi milli Akureyrarbæjar og hafnasamlagsins um framlengingu á Torfunefsbryggju og afhendingu á eignarlóð.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samning milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum og felur bæjarlögmanni að senda stjórn hafnasamlagsins samninginn til undirritunar.

3.Brothættar byggðir - Grímsey

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs 15. júlí sl. var fjallað um íbúafund í Grímsey sem haldinn var í framhaldi af íbúafundi í brothættum byggðum - Glæðum Grímsey þann 24. júní 2021.

Bæjarráð fól þá sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að taka saman minnisblað í framhaldi af umfjöllun á fundinum og leggja fyrir bæjarráð fyrir 15. september.

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að gera breytingar á minnisblaði í samræmi við umræður á fundinum.

4.Vistorka - beiðni um styrk til að gera hagkvæmnimat fyrir líforkuver

Málsnúmer 2021020279Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2021 þar sem Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE óskar eftir því að Akureyrarbær leggi fram kr. 7.548.000 til hagkvæmnimats fyrir líforkuver sem um leið verður hlutafé Akureyrarbæjar í einkahlutafélagi um líforkuver.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar með fimm samhljóða atkvæðum og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 146. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 2. september 2021.

Fundargerðina má finna á netslóðinni https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

6.Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - endurskoðun samþykktar fyrir ráðin

Málsnúmer 2020020668Vakta málsnúmer

Lögð fyrir að nýju drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar. Drögin voru lögð fyrir bæjarráð 4. mars sl. og í framhaldinu send til umsagnar hverfisráðanna. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð staðfestir með fimm samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögur og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

7.Hunda- og kattahald í Grímsey

Málsnúmer 2021090693Vakta málsnúmer

Á íbúafundi í Grímsey kom fram tillaga um að kannaður verði hugur íbúa til þess að leyfa hunda- og kattahald í eynni.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að útbúa tillögur að spurningum í könnun til íbúa í Grímsey um hunda- og kattahald og leggja fyrir bæjarráð.

8.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku í Oddeyrarskóla.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir með 5 samhljóða atkvæðum niðurstöðu samtals um skipulag vinnutíma í Oddeyrarskóla með gildistíma frá 13. ágúst 2021.

9.Kjaraviðræður 2021

Málsnúmer 2021090834Vakta málsnúmer

Umfjöllun um yfirstandandi kjaraviðræður við þau félög sem gildistími kjarasamninga er til 31. desember 2021. Um er að ræða aðildarfélög KÍ og hluta aðildarfélaga BHM.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

10.Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf

Málsnúmer 2019040495Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu verkefnisins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn Jakob Reimarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:08.