Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. ágúst 2020:
Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan með minniháttar lagfæringum verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá en óskar bókað að hann telji að ekki sé æskilegt að leggja stofnstíg hjólreiða í gegnum miðbæ Akureyrar, eins og ráðgert er í Skipagötu, vegna hættu sem skapast getur fyrir gangandi vegfarendur. Frekar ætti að horfa til þess að hafa blandaða umferð líkt og í göngugötunni sem er vistgata með 10 km hámarkshraða. Æskilegra sé að á þessu svæði liggi stofnstígur samsíða Glerárgötu, aðalumferðargötunni í gegnum bæinn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Heimir Haraldsson og Gunnar Gíslason.