Skipulagsráð

326. fundur 13. nóvember 2019 kl. 08:00 - 10:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Ólína Freysteinsdóttr S-lista mætti í forföllum Orra Kristjánssonar.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

Formaður ráðsins óskaði eftir að liður 11, Spítalavegur 11, í útsendri dagskrá yrði tekinn af dagskrá og var það samþykkt.

1.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Haukur Árni Björgvinsson verkefnisstjóri mælinga hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna. Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.

2.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem felur í sér breytingu á stefnu varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum. Lýsing var kynnt með auglýsingu sem birtist 9. október 2019. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun og Slökkviliði Akureyrar.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að fyrir minni gistiheimili verði að minnsta kosti 1 bílastæði fyrir hver tvö gistirými.

3.Svæðisskipulag Eyjafjarðar - breyting vegna Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2018010229Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 sem varðar breytingu á stefnu um flutningslínur raforku. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi breytingartillöguna á fundi 7. nóvember 2019.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Klettaborg 5 og 7 - umsókn um breytingu á lóðamörkum

Málsnúmer 2019070185Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 var samþykkt breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða 5 og 7 við Klettaborg til samræmis við erindi eigenda dagsett 1. júlí 2019 um breytt lóðamörk. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs, með þeirri breytingu að nú er einnig gert ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð nr. 5 auk þess sem nýtingarhlutfall hækkar úr 0,35 í 0,42.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur ekki áhrif á aðra en eigendur umræddra lóða og þar sem fyrir liggur samþykki eigenda beggja lóða er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

5.Kjarnagata - umsókn um leyfi til að færa og stækka grenndarstöð við Bónus

Málsnúmer 2019110067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2019 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að færa og stækka grenndarstöð sem stendur hjá Bónus við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar á þann veg að núverandi grenndarstöð stækki til suðurs. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á umsækjanda og Akureyrarbæ er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanlegur breytingaruppdráttur berst frá umsækjanda.

6.Hafnarstræti 19 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2019090558Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 26. september 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar sækir um leyfi til að breyta notkun húss nr. 19 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson og samþykki Minjastofnunar.
Að mati skipulagsráðs samræmist umsóknin gildandi deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7.Kaupvangsstræti 16 - fyrirspurn vegna gistieininga á 3. hæð

Málsnúmer 2019100487Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 30. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að útbúa gistieiningar á 3. hæð og setja svalir á húsið nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Að mati meirihluta skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við gildandi deiliskipulag og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskar bókað:

Í Aðalskipulagi Akureyrar er stefna um að í Grófargili eigi að vera uppbygging menningar og lista.

Með vísun í Aðalskipulag Akureyrar tel ég því ekki skynsamlegt að fallast á umbeðna breytingu á notkun hússins í gistihús.

8.Kaupvangsstræti 8-10-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss

Málsnúmer 2019100306Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindi dagsett 16. október 2019 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og nýrri aðkomu að rými undir Gilsbakkavegi í húsi nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um hvernig staðið verður að framkvæmdinni.

9.Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt

Málsnúmer 2019110056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi sem hafa verið birt í samráðsgátt.

10.Hólasandslína 3, lagning ídráttarröra undir vestur kvísl Eyjafjarðarár - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2019110082Vakta málsnúmer

Erindi Friðriku Marteinsdóttur dagsett 7. nóvember 2019, f.h. Landsnets, kt. 580804-2410, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Er áætlað að vinna að framkvæmdum samhliða byggingu brúar og lagningu stígs á þessu sama svæði.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar er varðar framkvæmdina hefur tekið gildi.

11.Öryggismyndavél við Drottningarbraut, við Krókeyri

Málsnúmer 2019110083Vakta málsnúmer

Erindi Jónasar Valdimarssonar dagsett 7. nóvember 2019 f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, um heimild til að setja upp mastur fyrir öryggismyndavél við Drottningarbraut, rétt við Krókeyri.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu masturs fyrir öryggismyndavél, með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar.

12.Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerðir

Málsnúmer 2019110084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dagsett 7. nóvember 2019. Mál nr. 1 í fundagerðinni, afgreiðsla breytingar á svæðisskipulagi Eyjarfjarðar, var afgreitt sérstaklega í máli með málsnúmeri 2018010229 (mál 3). Þá samþykkti svæðisskipulagsnefndin fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020 og samkvæmt henni er hlutur Akureyrarbæjar kr. 2.458.734 og er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 745. fundar, dagsett 30. október 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:30.