Skipulagsráð

339. fundur 24. júní 2020 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista og varamaður hans boðuðu forföll.

1.Hólasandslína 3 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020060507Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Landsnets hf. dagsett 12. júní 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Hólasandslínu 3 í tveimur jarðstrengjum. Liggur strengleiðin frá Rangárvöllum, suður yfir Glerárgil á strengja- og útivistarbrú, þaðan ofan hesthúsahverfisins í Breiðholti, gegnum Naustaflóa, í norðurjaðri Kjarnaskógar og suður fyrir flugbrautarenda. Yfir óshólma Eyjafjarðarár liggur strengleiðin samhliða nýjum reiðstíg og gamla leiruveginum. Þegar komið er yfir miðkvísl Eyjafjarðarár er strenglögnin komin úr umdæmi Akureyrarbæjar. Hluti þessara framkvæmda er þegar hafinn, með lagningu ídráttarröra í vesturkvísl Eyjafjarðarár samhliða nýrri útivistarbrú Akureyrarbæjar.

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dagsett 19. september 2019.
Umsókn um framkvæmdaleyfi er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag á þeim svæðum sem framkvæmdin nær til og er einnig í samræmi við lýsingu framvæmdarinnar í matsskýrslu.

Skipulagsráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaleyfið verður gefið út þegar fyrir liggur samkomulag milli framkvæmdaraðila og sveitarfélagsins um hvernig staðið verði að eftirliti með framkvæmdum.

2.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að svörum við athugasemdum og ábendingum sem bárust eftir kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

3.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17, ÍB18 og VÞ17. Samkvæmt tillögunni eru afmörkuð fjögur ný uppbyggingarsvæði fyrir íbúðir auk einnar nýrrar lóðar fyrir verslun- og þjónustu.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 og senda skipulagsgögnin á umsagnaraðila. Gert er ráð fyrir að kynningin verði upp úr miðjum ágúst.

4.Hálönd - umsókn um skipulag miðsvæðis

Málsnúmer 2020020616Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga deiliskipulags Hálanda. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga orlofshúsabyggðarinnar og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum fyrir orlofshús.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hamragerði 20 - umsókn um stækkun á lóð

Málsnúmer 2020060323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett þann 9. júní 2020 þar sem óskað er eftir stækkun á lóð við hús nr. 20 við Hamragerði um a.m.k. 6 metra til austurs.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögu að stækkun lóðarinnar um 4 m til austurs fyrir lóðahöfum Hamragerðis 18, 22, 24 og 26 og einnig Stekkjagerðis 17, 18 og 19.

6.Hamragerði 20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2020 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 27 m² viðbyggingu við bílskúr á lóð við hús nr. 20 við Hamragerði. Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna fyrirhugaða stækkun.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2020, fyrir lóðahöfum Hamragerðis 18, 22, 24 og 26 og Stekkjargerðis 17, 18 og 19 samhliða kynningu á stækkun lóðarinnar.

7.Byggðavegur 152 - leyfi til byggingar bílgeymslu

Málsnúmer 2020060517Vakta málsnúmer

Erindi Magnúsar Vals Benediktssonar dagsett 12. júní 2020 þar sem óskað er eftir leyfi til byggingar á bílgeymslu norðan við íbúðarhús að Byggðavegi 152 í samræmi við meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki lóðarhafa Byggðavegar 154.

8.Glerárholt - umsókn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2020060753Vakta málsnúmer

Erindi Ágústar Hafsteinssonar arkitekts dagsett 18. júní 2020, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir leyfi til að fjölga íbúðum á efri hæð Glerárholts úr einni í tvær þannig að í húsinu verði þrjár íbúðir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Kaldbaksgata 4 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2020060260Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þrastar Sigurðssonar hjá Opus ehf. dagsett 5. júní 2020, f.h. eiganda Kaldbaksgötu 4. Er óskað eftir því að deiliskipulagi lóðarinnar verði breytt á þann veg að heimilt verði að byggja allt að 500 m² viðbyggingu á einni hæð í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Að mati skipulagsráðs samræmist ósk um nýja viðbyggingu ekki stefnumörkun sveitarfélagsins sem fram kemur í rammahluta Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 fyrir Oddeyri þar sem meðal annars er gerð krafa um íbúðir á efri hæðum í nýjum byggingum.

10.Svæði fyrir dýrabjörgun

Málsnúmer 2020060738Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Tómasar Bjarkasonar Lind og Bríetar Tinnu Temara þar sem sett er fram hugmynd um að útbúa svæði fyrir dýrabjörgun á túninu neðan við samkomuhúsið.
Skipulagsráð þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara því.

11.Norðurgata 3 - ósk um að fallið verði frá byggingarskyldu

Málsnúmer 2020060703Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Íslandsréttar ehf. dagsett 18. júní 2020, f.h. eigenda Norðurgötu 3, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær falli frá byggingarskyldu núverandi eigenda.
Skipulagsráð samþykkir að falla frá byggingarskyldu núverandi eigenda.

Ganga skal frá lóðinni þannig að ekki skapist hætta af því sem á lóðinni er.

12.Starfsáætlun skipulagssviðs 2021.

Málsnúmer 2020060191Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög sviðsstjóra skipulagssviðs að starfsáætlun fyrir árið 2021
Afgreiðslu frestað.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 770. fundar, dagsett 28. maí 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 771. fundar, dagsett 5. júní 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 19 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.