Bæjarstjórn

3485. fundur 01. desember 2020 kl. 16:13 - 18:02 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan aðalfulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar:

Þórhallur Jónsson verði aðalfulltrúi í stað Tryggva Más Ingvarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - fyrri umræða

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. nóvember 2020:

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2021-2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Heimir Haraldsson, Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Halla Björk Reynisdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019090332Vakta málsnúmer

Seinni umræða um drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðubrota í Akureyrarbæ.

Fyrri umræða um málið fór fram í bæjarstjórn 17. nóvember sl.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á gjaldskrá vegna stöðubrota í Akureyrarbæ og felur bæjarlögmanni að senda auglýsingu um breytingu á gjaldskrá til ráðherra sveitarstjórnarmála til samþykktar.

4.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum - endurskoðun

Málsnúmer 2013080186Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. nóvember 2020:

Liður 5 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 16. nóvember 2020:

Endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum voru lagðar fram til staðfestingar. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum vegna aukinna niðurgreiðslna og niðurgreiðslu 8. tímans þar sem horft er til breytinga á reglunum samhliða lengingu fæðingarorlofs í 10 mánuði frá 1. janúar 2020 og svo í 12 mánuði frá 1. janúar 2021.

Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti breytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. nóvember 2020:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er lögð fram tillaga að viðbrögðum við efni athugasemda og umsagna. Er þar gert ráð fyrir að gerðar verði nokkrar breytingar á skipulagstillögunni til að koma til móts við efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og umsagnir. Jafnframt að tillaga að umsögn við athugasemdum verði samþykkt en þar er greint frá þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagsgögnum.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Gunnar Gíslason.
Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason og Þórhallur Jónsson D-lista óska bókað að þau telji að lega stofnstígs hjólreiða í Skipagötu sé ekki æskileg og betra væri að honum verði fundinn annar staður. Það er mat okkar að slíkur stígur á þessum stað gæti valdið slysahættu þar sem um verslunargötu er að ræða.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Heimir Haraldsson S-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Í því miðbæjarskipulagi sem nú er til endurskoðunar skiptir miklu máli að skapa svigrúm fyrir fjölbreytta vegfarendur: gangandi, hjólandi og akandi. Umræddur hjólastígur er við hliðina á umferðargötu og erfitt að sjá hvernig umferð hjólandi sé hættulegri en bílar við þessa sömu verslunargötu.


Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að umsögn vegna innkominna athugasemda.

6.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. nóvember 2020:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 36. Var tillagan auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 24. júní 2020 með athugasemdafresti til 5. ágúst. Bárust þrjú athugasemdabréf auk umsagna frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Norðurorku, hverfisnefnd Oddeyrar, ungmennaráði og öldungaráði. Þá er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir og umsagnir. Deiliskipulagstillagan er lögð fram með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir að lóðinni Glerárgötu 36 sé skipt í tvær sjálfstæðar lóðir auk minniháttar breytinga í greinargerð.

Fyrir liggur samkomulag við lóðarhafa um skiptingu lóðarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með minniháttar breytingu hvað varðar skilgreiningu lóðarmarka og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Hilda Jana Gísladótir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum deiliskipulag sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 36 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir.

7.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. nóvember 2020:

Lögð fram tillaga að sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið. Markmið breytinganna er að einfalda og bæta þjónustu við íbúa og lækka rekstrarkostnað.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið sem og nýtt skipurit frá 1. janúar 2021 og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt vísar bæjarráð starfslýsingum forstöðumanns skrifstofu og leiðandi forstöðumanna til umfjöllunar í kjarasamninganefnd.

Heimir Haraldsson kynnti tillögur að stjórnkerfisbreytingum.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið sem og nýtt skipurit frá 1. janúar 2021 og leggur fram eftirfarandi bókun:

Markmiðið með stjórnsýslubreytingunum er að bæta velferðarþjónustuna og gera hana notendavænni, auka skilvirkni og nýta möguleika stafrænnar þróunar. Með kortlagningu velferðarþjónustunnar og stjórnkerfisins, skilgreiningu á notendahópum, upplifun þeirra af þjónustunni og umbótaverkefnum sem byggja á þörfum notenda, skapast farvegur til þess að innleiða þjónustuferla sem sannarlega eru hannaðir út frá þörfum notandans og eru jafnframt í takti við þá stafrænu þróun sem á sér stað í samfélaginu og Akureyrarbær vill leggja áherslu á.

8.Fjárveitingar til Háskólans á Akureyri og framhaldsskóla á svæðinu

Málsnúmer 2020110962Vakta málsnúmer

Rætt um fjárveitingar til Háskólans á Akureyri og framhaldsskóla á svæðinu.

Hilda Jana Gísladóttir fór yfir stöðuna í fjárveitingum til Háskólans á Akureyri og framhaldsskóla á Norðurlandi eystra. Auk Hildu Jönu tók Gunnar Gíslason til máls.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar telur illa vegið að framhaldsskólum á Norðurlandi eystra þar sem þeir bera verulega skertan hlut frá borði í fjárlögum 2021 sé miðað við aðra framhaldsskóla landsins og að þeir raði sér í neðstu sætin séu prósentuhækkanir milli ára skoðaðar. Þá harmar bæjarstjórn að nú virðist vanta 150 milljónir króna á árinu 2021 til þess að Háskólinn á Akureyri geti staðið straum af verulegri aukningu stúdenta undanfarin ár, en óásættanlegt er ef skólinn fer að vísa nemendum frá námi vegna fjármagnsskorts. Framhaldsskólarnir og Háskólinn á Akureyri gegna mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu sem og í landshlutanum. Skólarnir skipta máli fyrir menntun í heimabyggð, atvinnutækifæri, byggðaþróun og almenn lífsgæði í landshlutanum. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar á ríkisstjórnina að standa ekki aðeins vörð um skólana, heldur að skapa þeim svigrúm til þess að sækja fram.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19. og 26. nóvember 2020
Bæjarráð 19. og 26. nóvember 2020
Frístundaráð 18. nóvember 2020
Fræðsluráð 16. nóvember 2020
Skipulagsráð 25. nóvember 2020
Stjórn Akureyrarstofu 19. nóvember 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 13. nóvember 2020
Velferðarráð 18. nóvember 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:02.