Skipulagsráð

340. fundur 08. júlí 2020 kl. 08:00 - 11:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lögð fram lagfærð tillaga að svörum við athugasemdum og ábendingum sem bárust við kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að svörum og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að birta svörin ásamt athugasemdum og umsögnum á heimasíðu Akureyrarbæjar.

2.Jóninnuhagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020070059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett þann 1. júlí 2020 þar sem Björn Friðþjófsson, fyrir hönd Tréverks ehf., sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hús nr. 6 við Jóninnuhaga. Við breytingu mun íbúðum fjölga úr fjórum íbúðum í sjö íbúðir ásamt því að lóð undir bílastæði stækkar og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,56.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. laganna fyrir lóðarhöfum Jóninnuhaga 2 og 4, Kjarnagötu 63 og Kristjánshaga 10, 15-21 og 23-27.


3.Elísabetarhagi 1 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020050112Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Elísabetarhaga 1. Breytingin var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 3. júní 2020 með fresti til 1. júlí til að gera athugasemdir. Þrjú athugasemdabréf bárust á kynningartíma og er í þeim öllum gerð athugasemd við neikvæð áhrif breytingar á skuggavarp og útsýni. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda við efni athugasemda og eru þau sett fram á uppdrætti dagsettum 5. júlí 2020 auk tillögu sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir.
Í ljósi þess að breytingin gerir ekki ráð fyrir hækkun á hámarksvegghæð Elísabetarhaga 1 umfram skilmála gildandi deiliskipulags samþykkir skipulagsráð breytinguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar. Er tillaga að umsögn um athugasemdir jafnframt samþykkt.

4.Naustatangi 2 - viðbygging

Málsnúmer 2020070139Vakta málsnúmer

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 2. júlí 2020, f.h. Slippsins á Akureyri ehf., þar sem óskað er eftir að gera minni háttar breytingu á deiliskipulagi Naustatanga 2 þannig að bygging gangi allt að 0,4 m til norðvesturs út fyrir byggingarreit. Skipulagsráð hafði áður samþykkt breytingu á deiliskipulagi viðbyggingarinnar á fundi 26. júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem ekki er talið að hún hafi áhrif á aðra en umsækjendur er ekki þörf á að grenndarkynna hana með vísun í 2. tl. 3. mgr. 44. gr. laganna. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullunninn uppdráttur berst frá umsækjanda.

5.Torfunef 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010096Vakta málsnúmer

Lóðinni Torfunefi 1 var úthlutað til Ambassador ehf. á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016 með fyrirvara um byggingarhæfi. Með bréfi dagsettu 13. september 2017 var lóðarhafa tilkynnt að lóðin væri byggingarhæf.

Byggingarfrestur er nú útrunninn.
Þar sem gefinn byggingarfrestur hefur ekki verið virtur tilkynnir skipulagsráð lóðarhafa að lóðin er nú fallin aftur til bæjarins. Greidd gatnargerðargjöld verða endurgreidd.

6.Torfunef 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010097Vakta málsnúmer

Lóðinni Torfunefi 3 var úthlutað til Ambassador ehf. á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016 með fyrirvara um byggingarhæfi. Með bréfi dagsettu 13. september 2017 var lóðarhafa tilkynnt að lóðin væri byggingarhæf og að númeri hennar hefði verið breytt í nr. 2.

Byggingarfrestur er nú útrunninn.
Þar sem gefinn byggingarfrestur hefur ekki verið virtur tilkynnir skipulagsráð lóðarhafa að lóðin er nú fallin aftur til bæjarins. Greidd gatnargerðargjöld verða endurgreidd.

7.Lækjargata 6 - stækkun lóðar

Málsnúmer 2020060086Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn eigenda Lækjargötu 6 dagsett 2. júní 2020 um hvort að stækka megi lóðina til norðvesturs til samræmis við meðfylgjandi teikningu.
Í ljósi þess að fyrirhugað er að fara í vinnu við að breyta deiliskipulagi við Lækjargötu er erindinu frestað og vísað til þeirrar vinnu.

8.Þórunnarstræti 103 - beiðni um lóðarstækkun

Málsnúmer 2020070077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett þann 1. júlí 2020, þar sem Stefán Vilhjálmsson fyrir hönd allra íbúðareigenda í húsi nr. 103 við Þórunnarstræti, sækir um lóðarstækkun að göngustíg sunnan Hamrakotstúns svo bílastæði verði innan lóðarmarka. Í drögum að mæliblaði fyrir lóðina er gert ráð fyrir stækkun til norðurs en einnig minnkun til austurs þannig að núverandi gangstétt meðfram Þórunnarstræti verði ekki lengur innan lóðar.
Skipulagsráð samþykkir breytta afmörkun lóðarinnar þannig að hún stækki til norðurs að göngustíg en minnkar á móti að austanverðu þannig að hún nái að gangstétt við Þórunnarstræti.

9.Blesagata 10 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2020030304Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. mars 2020 þar sem Þórunn Halldórsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun lóðar nr. 10 við Blesagötu. Fyrirhugað er að gera bílastæði innan lóðar eins og skylda er og kveðið á um í lóðarsamningi en það hefur reynst ógerningur vegna halla innan lóðar. Mælingamaður fór á staðinn og mældi út, sjá mynd.
Skipulagsráð samþykkir ekki lóðarstækkun til samræmis við erindi þar sem á þessu svæði er gert ráð fyrir snúningshaus á Blesagötu.

10.Íbúðarhúsalóð í Sandgerðisbót - skilmálar

Málsnúmer 2020070117Vakta málsnúmer

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 2. júlí 2020, f.h. SS Byggis ehf., varðandi byggingu tveggja einbýlishúsa á lóð við Sandgerðisbót, Byrgi. Í skilmálum deiliskipulags kemur fram að hámarkshæð húsa sé 5 m og hámarks vegghæð 3 m. Óskað er eftir heimild til að húsin megi vera einhalla með mestu hæð langhliðar upp á 3,65 m. Meðfylgjandi eru drög að byggingarleyfisteikningum af húsunum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að vegghæð langhliða verði 3,65 m og er um svo óverulegt frávik að ræða sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki er talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulaginu. Er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11.Davíðshagi 6-10 - fyrirspurn um fjölgun bílastæða

Málsnúmer 2020061170Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 28. júní 2020 þar sem Jón Heiðar Daðason, fyrir hönd húsfélaganna í Davíðshaga 6, 8, og 10, leggur inn fyrirspurn um fjölgun bílastæða fyrir húsin nr. 6, 8 og 10 við Davíðshaga. Er óskað eftir því að útbúin verði bílastæði á grænu svæði norðan við Davíðshaga.

Lagður var fram uppdráttur frá umhverfis- og mannvirkjasviði.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að Akureyrarbær geri almenn bílastæði samsíða norðurbrún Davíðshaga til samræmis við uppdrátt.

12.Hlíðarendi, dreifistöð NO - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð við Hlíðarenda. Tillagan var send í grenndarkynningu þann 25. maí 2020 og lauk henni 8. júní 2020 með samþykki þeirra er grenndarkynninguna fengu.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggð verði dreifistöði í samræmi við erindið. Málinu vísað áfram til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.Eiðsvallagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar og bílgeymslu

Málsnúmer 2020040461Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og bílskýlis við hús nr. 11 við Eiðsvallagötu.

Erindið var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 25. maí 2020 með fresti til að gera athugasemdir til 25. júní. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu viðbyggingar og bílskýlis til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14.Kringlumýri 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060137Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 erindi um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílgeymslu við húsið Kringlumýri 11 samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.

Var umsóknin grenndarkynnt með bréfi dagsettu 19. júní 2020 með athugasemdafresti til 17. júlí. Liggur fyrir samþykki allra þeirra sem fengu grenndarkynninguna senda.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu viðbyggingar og bílgeymslu til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15.Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060369Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 9. júní 2020 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún, fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar, sækir um byggingarleyfi fyrir nýju húsi á lóðinni nr. 31 við Eyrarlandsveg. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 1. júlí 2020 þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirliggjandi teikningar.
Að mati skipulagsráðs eru fyrirliggjandi teikningar í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags. Er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

16.Furuvellir 17 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020061077Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 25. júní 2020 frá Aðalsteini Snorrasyni þar sem hann fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um stækkun á núverandi anddyri og skyggni á austurhlið hússins nr. 17 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun á anddyri og skyggni til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

17.Lækjargata 3 - Lækjargata apartment - beiðni um umsögn - rekstrarleyfi

Málsnúmer 2020050515Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar, umsókn eigenda Lækjargötu 3 dagsett 20. maí 2020 um rekstrarleyfi til sölu gistingar. Samkvæmt ákvæðum aðalskipulags skal leggja umsóknir um rekstrarleyfi á íbúðarsvæðum fyrir skipulagsráð sem metur hvort umsóknin samræmist skilyrðum skipulagsins um rekstrarleyfisskylda skammtímaleigu. Er í umsókninni gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 18 manns.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir gistingu í íbúð að Lækjargötu 3 með fyrirvara um að hámarksfjöldi fari ekki upp fyrir 10 einstaklinga.

18.Umsókn um leyfi til að setja upp leiktækjavélar

Málsnúmer 2020061149Vakta málsnúmer

Umsókn Kamil Galent dagsett 26. júní 2020 um leyfi til að setja upp leiktækjavélar, t.d. boxvél, utandyra á Akureyri.
Að mati skipulagsráðs samræmist það ekki samþykktum Akureyrarbæjar að vera með svona tæki utandyra á landi bæjarins nema í tengslum við ákveðna viðburði. Er erindinu hafnað.

19.Umsókn um leyfi fyrir ljósmyndasýningu, ÁLFkonur

Málsnúmer 2020060526Vakta málsnúmer

Umsókn ÁLFkvenna ljósmyndaklúbbs dagsett 14. júní 2020 um leyfi til að setja upp ljósmyndasýningu utandyra á Akureyri síðla sumars 2020. Er óskað eftir að fá að setja hana upp við útskotið við göngustíginn á Drottningarbrautinni, beint á móti Austurbrú 4 eða á Ráðhústorgi. Mun sýningin standa a.m.k. út september 2020.
Skipulagsráð samþykkir leyfi fyrir sýningunni á útskotinu við Drottningarbrautarstíginn.

20.Sigurhæðir - breyting úr safni í íbúðarhús

Málsnúmer 2020070165Vakta málsnúmer

Erindi Steindórs Ívarssonar dagsett 3. júlí 2020, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta Eyrarlandsvegi 3 (Sigurhæðir) úr safni í íbúð.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir meiri upplýsingum.

21.Krossanes 7 - umsókn um stöðuleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð

Málsnúmer 2020060563Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2020 þar sem Harpa Þrastardóttir sækir um stöðuleyfi fyrir hönd Norðurbiks ehf., fyrir færanlega malbikunarstöð af tegundinni Ammann á svæði sem nær til lóðarinnar Krossaness 7, sem ekki hefur verið úthlutað. Liggur fyrir samþykki hafnarstjóra. Verður stöðin rekin á þessum stað út júlímánuð þar til ný malbikunarstöð verður sett upp á lóð Norðurbiks að Ægisnesi 2.
Skipulagsráð samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við umsókn.

22.Ásvegur - erindi íbúa varðandi lagningu bíla

Málsnúmer 2020060727Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2020 þar sem Sverrir Páll Erlendsson f.h. íbúa við Ásveg óskar eftir úrbótum á götunni þannig að mögulegt verði að leggja bílum löglega við götuna án þess að hindra eðlilega umferð.
Skipulagsráð samþykkir að óska eftir tillögum frá umhverfis- og mannvirkjasviði um hvernig megi útfæra götuna þannig að eðlileg umferð geti farið um hana án þess að bílar þurfi að leggja upp á gangstéttum.

23.Kjarnagata - Wilhelmínugata - umferðarréttur

Málsnúmer 2020070080Vakta málsnúmer

Á samráðsfundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs 16. júní 2020 var rætt um hvort að breyta ætti umferðarrétti á gatnamótum Kjarnagötu/Kjarnaskógsvegar og Wilhelmínugötu. Nú gildir hægri réttur en með aukinni umferð gæti verið þörf á að setja upp biðskyldu og spurning er hvort að hún ætti að vera við Wilhelmínugötu eða Kjarnagötu.
Skipulagsráð óskar eftir tillögu frá umhverfis- og mannvirkjasviði um útfærslu umferðarmerkinga miðað við að megin bílaumferð frá og að Hömrum verði beint um Wilhelmínugötu.

24.Blöndulína 3 - beiðni um umsögn vegna umhverfismats

Málsnúmer 2020060983Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 17. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar um tillögu að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3. Athugasemdafrestur hefur verið framlengdur til 9. ágúst nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3.

25.Starfsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020060191Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög sviðsstjóra skipulagssviðs að starfsáætlun fyrir árið 2021.
Umræður.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 772. fundar, dagsett 30. júní 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 18 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:20.