Málsnúmer 2019090106Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. september 2019, fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, þar sem óskað er eftir að heimilað verði að gera breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kaupvangsstræti 14-16 til að byggja megi 4. hæðina á húsið nr. 16. Á 1. og 2. hæð er í dag hótelgisting og er nú fyrirhugað að breyta 3. hæð í hótelgistingu og sama yrði með 4. hæðina. Þá er bent á að fjölga mætti bílastæðum á suðvesturhluta lóðarinnar um allt að 15 ef heimild fæst til að stækka lóðina.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.
Formaður ráðsins bar upp þá ósk að taka inn á dagskrá mál nr. 3, Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.