Málsnúmer 2024100416Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað dagsett 8. nóvember 2024 varðandi drög að samningi vegna bráðabirgða aðgerða vegna fráveitu frá Hótel Kjarnalundi.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ólafur Kjartansson V-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.