Bæjarstjórn

3478. fundur 01. september 2020 kl. 16:00 - 19:02 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - skipulagsráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í skipulagsráði:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson verði aðalfulltrúi og formaður í stað Tryggva Más Ingvarssonar frá og með 1. október 2020.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. ágúst 2020:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan með minniháttar lagfæringum verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá en óskar bókað að hann telji að ekki sé æskilegt að leggja stofnstíg hjólreiða í gegnum miðbæ Akureyrar, eins og ráðgert er í Skipagötu, vegna hættu sem skapast getur fyrir gangandi vegfarendur. Frekar ætti að horfa til þess að hafa blandaða umferð líkt og í göngugötunni sem er vistgata með 10 km hámarkshraða. Æskilegra sé að á þessu svæði liggi stofnstígur samsíða Glerárgötu, aðalumferðargötunni í gegnum bæinn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Heimir Haraldsson og Gunnar Gíslason.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Við leggjum ríka áherslu á að öryggi barna sé tryggt og að snjómokstur við skólana verði í forgangi til jafns við stofnstíga. Nú þegar umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er að aukast þá leggjum við til að hægri umferð verði tekin upp og auglýst bæjarbúum í stað þess að skipta blönduðum stígum upp fyrir hjólandi og gangandi umferð með merkingum.

3.Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12

Málsnúmer 2020080119Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. ágúst 2020:

Lagt fram minnisblað þar sem sett er fram tillaga að útfærslu á hugmyndasamkeppni um lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýsa lóðirnar í samræmi við útfærslu sem fram kemur í minnisblaðinu.

Jafnframt leggur skipulagsráð til að gatnagerðargjald af lóðunum verði 10% af grunni gatnagerðargjalds.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80 verði auglýstar í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sem fram koma í gr. 2.4 og 3.3 í reglum um lóðarveitingar sem felur í sér að lóðunum verður úthlutað byggt á mati skipulagsráðs á þeim umsóknum sem berast. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gatnagerðargjald af lóðunum verði 10% af grunni gatnagerðargjalds.

4.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 - atvinnumál

Málsnúmer 2020010346Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnumál innan sveitarfélagsins.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem reifaði sóknaráætlunina.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Ásthildur Sturludóttir.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hvetur ríkisstjórn Íslands til að standa vörð um aðgerðaáætlun núgildandi byggðaáætlunar, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu fjölbreyttra atvinnutækifæra um land allt. Mikilvægt er að þegar störf eru flutt til höfuðborgarsvæðisins í nafni hagræðingar fylgi áætlun um mótvægisaðgerðir sem komi í veg fyrir fækkun atvinnutækifæra. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórnina til þess að eiga í nánu samstarfi við SSNE sem gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnuþróun og nýsköpun á Norðurlandi eystra. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á gott samstarf og upplýsingaflæði milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna SSNE og lýsir sig reiðubúna til þess að taka af fullum krafti þátt í því að árangur náist í sameiginlegum verkefnum í gildandi sóknaráætlun landshlutans.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 30. júní., 10., 17., 23. og 30 júlí, 7., 13. og 20. ágúst 2020
Bæjarráð 18. og 25. júní, 2. og 16. júlí, 13., 20. og 27. ágúst 2020
Frístundaráð 24. júní og 12. ágúst 2020
Fræðsluráð 15. júní, 17. og 24. ágúst 2020
Skipulagsráð 24. júní, 8. júlí, 12. og 26. ágúst 2020
Stjórn Akureyrarstofu 11. og 25. júní og 13. ágúst 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 26. júní og 21. ágúst 2020
Velferðarráð 24. júní og 19. ágúst 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 19:02.