Skipulagsráð

316. fundur 29. maí 2019 kl. 08:00 - 11:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

Formaður ráðsins bar upp tillögu um að taka mál nr. 3 í útsendri dagskrá, Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu og torgsölu - endurskoðun 2018-2019, út af dagskrá og var það samþykkt.

1.Græni trefillinn 2019 - 2025

Málsnúmer 2019050030Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði og Johan Wilhelm Holst skógfræðingur og skógræktarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði sem kynnti skógræktarskipulag sem hann hefur unnið vegna Græna trefilsins. Þar koma fram tillögur hans að svæðaskiptingu, trjátegundum á hvert svæði, stígagerð og áætluðum kostnaði.
Skipulagsráð þakkar Johan Wilhelm Holst og Jóni Birgi fyrir kynninguna.

2.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti stöðu mála í vinnu við endurskoðun á stefnu um stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Skipulagsráð þakkar Arnari fyrir kynninguna.

3.Starfsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019050540Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.

4.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga skipulagssviðs að aðgerðaáætlun vegna velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að aðgerðaáætlun.

5.Félagslegt leiguhúsnæði - skipulag fyrir lítil einbýli

Málsnúmer 2019050441Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Karólínu Gunnarsdóttur, dagsett 20. maí 2019, f.h. fjölskyldusviðs, þar sem óskað er eftir að skipulagsráð vinni að því að gera ráð fyrir fjórum 50-60 m² einbýlishúsum í skipulagi til að mæta þörfum ákveðins hóps sem ekki getur búið í fjölbýli.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að vinna málið áfram í samráði við fjölskyldusvið.

6.Hagahverfi breytingar - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2019050533Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Teiknistofu Arkitekta dagsett 8. maí 2019 þar sem gerð er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis. Er meðal annars gerð tillaga um að sameina lóðir og byggingarreit Kjarnagötu 61 og Halldóruhaga 1 og að á reit sem afmarkast af Halldóruhaga, Kristjánshaga, Jóninnuhaga og Kjarnagötu verði lóðum fækkað úr 4 í 2 og gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúða fari úr 32 í 36. Þá er einnig gert ráð fyrir að hámarks húsdýpt verði 10 m þó svo að byggingarreitir séu 12 m.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem felst í að sameina lóðir í samræmi við erindi, fjölga bílastæðum, breyta afmörkun byggingarreita og fjölga lágmarksfjölda íbúða. Ekki er samþykkt að takmarka dýpt húsa við 10 m heldur að áfram verði miðað við afmörkun byggingarreita.

Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að grenndarkynna hana.

7.Gránufélagsgata 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010084Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Gránufélagsgötu 4. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall hækkar úr 3.0 í 3.82, að heimilt verði að láta svalir ná allt að 1 m út fyrir byggingarreit á 2.- 4. hæð, hámarkshæð verður 16,3 í stað 15,8 auk þess sem afmörkun og stærð lóðar breytist lítillega til samræmis við lóðablað og það sama á við um byggingarreit.

Engin athugasemd barst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að sjá um gildistöku hennar.

8.Gudmannshagi 1 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2018030338Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 15. maí 2019 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um framlenginu á framkvæmdafresti til eins árs á lóðinni nr. 1 við Gudmannshaga. Fresturinn rennur út 7. júní nk.
Skipulagsráð getur ekki fallist á umbeðinn frest en samþykkir að veita frest til 1. desember 2019.

9.Austurbrú 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050207Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steingríms Péturssonar dagsett 24. maí 2019, f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, þar sem óskað er eftir að framkvæmdafrestur á lóðinni Austurbrú 10-12 verði framlengdur til 1. desember 2019.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir framkvæmdafrest til 1. september 2019.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

10.Kristjánshagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019050295Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2019 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um lóð nr. 3 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

11.Fannagil 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2019050359Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs á fráviki frá deiliskipulagi lóðarinnar vegna erindis sem dagsett er 14. maí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ágústar Torfa Haukssonar og Evu Hlínar Dereksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Fannagil samkvæmt teikningum eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Meðfylgjandi er samþykki nágranna.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er því ekki talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

12.Tryggvabraut 18 - fyrirspurn um breytta notkun á 2. og 3. hæð

Málsnúmer 2019050538Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts dagsett 24. maí 2019, f.h. Festi hf., kt. 540206-2010, um hvort að heimilt verði að koma fyrir allt að 10 hótelíbúðum á 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 18 fyrir skammtímaleigu. Áfram yrði gert ráð fyrir verslun á jarðhæð.
Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirhuguð notkun aðalskipulagi svæðisins og samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.

13.Goðabyggð 17 - umsókn um byggingarleyfi v. endurbóta

Málsnúmer 2019050391Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs á erindi dagsettu 15. maí 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Rannveigar Elíasdóttur og Hjörleifs Arnar Jónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsi nr. 17 við Goðabyggð. Jafnframt óskað eftir að byggja við 1. hæð til vesturs, að Mýrarvegi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Að mati skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

14.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að verklagsreglum um leyfisveitingar fyrir gáma sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 13. september 2017. Verklagsreglurnar hafa þó ekki tekið gildi þar sem þær hafa ekki verið samþykktar í bæjarstjórn.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna málið í samráði við formann ráðsins.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 723. fundar, dagsett 17. maí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:40.