Frístundaráð

76. fundur 06. maí 2020 kl. 12:00 - 13:52 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varaáheyrnafulltrúi ungmennaráðs sat fundinn í fjarveru Þuru Björgvinsdóttur.

1.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti uppbyggingu á aðstöðu siglingaklúbbsins Nökkva.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Íþróttafélagið Akur - utanhúss bogfimisvæði

Málsnúmer 2018050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2020 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Akurs þar sem stjórn Akurs óskar eftir því að Akureyarbær tryggi reglulegan garðslátt á því svæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem bogfimiæfingar Akurs fara fram sumarið 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að tryggja slátt á svæði Bílaklúbbsins fyrir utanhússæfingar bogfimideildar Akurs.

3.Íþróttafélagið Þór - dansleikur í Boganum

Málsnúmer 2019060361Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. apríl 2020 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að halda lokaball Pollamóts Þórs í Boganum þann 4. júlí nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar sem ekki er hægt að segja til um á þessari stundu hvernig staðan á COVID-19 verður á komandi vikum og mánuðum og hvort hægt verði að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram á hverjum tíma.

4.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Í íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 segir m.a. í aðgerðum varðandi almenningsíþróttir og lýðheilsumál að fylgt verði eftir mótaðri stefnu um uppbyggingu hjólreiðastíga (skv. aðalskipulagi til 2030) og að íbúar verði hvattir til að nýta sér göngu- og hjólreiðastíga í stað vélknúinna ökutækja.

Nú hefur skipulagssvið Akureyrarbæjar sett í kynningu tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingu stígakerfis Akureyrar, þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 20. maí nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar framkomnum tillögum að breytingum á stígakerfi Akureyrarbæjar. Ráðið vill sérstaklega taka undir þau markmið sem þar koma fram um að auka hlutfall samgönguferða hjólandi og gangandi með bættri aðstöðu. Fjölgun slíkra ferða fellur vel að markmiðum Akureyrarbæjar um að vera heilsueflandi samfélag og dregur úr svifryksmengun. Þá tekur ráðið undir það að mikilvægt sé áfram að bjóða upp á aðlaðandi umhverfi til útivistar allan ársins hring enda er aðstaðan vel nýtt af bæjarbúum.

Um leið gerir frístundaráð athugasemd við að útivistarslóðir séu ekki sýndar á uppdrætti á breytingum, heldur einungis á mynd á bls. 31 í greinargerð. Þetta gæti orðið villandi fyrir bæjarbúa sem telja þá e.t.v. að umferð gangandi sé bönnuð um gömlu brýrnar og stíg í gegnum golfvallarsvæðið. Þá má líka velta fyrir sér hvort leiðin yfir gömlu brýrnar ætti ekki að flokkast sem stígur frekar en slóð.


Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA lagði fram eftirfarandi bókun:

ÍBA fagnar þeirri metnaðarfullu vinnu sem lögð hefur verið fram um nýtt stígakerfi á Akureyri. Skipulagið er vel til þess fallið að efla enn frekar almenningsíþróttir á Akureyri þar sem komið er til móts við gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur.

5.Beiðni um aðstoð við að finna húsnæði

Málsnúmer 2020050012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2020 frá forsvarsmönnum STEPS danscenter þar sem óskað er eftir aðstoð við að finna húsnæði undir starfsemina og fyrirspurn um leigu á húsnæði í Rósenborg.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit janúar - mars 2020 lagt fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

7.Ársskýrsla samfélagssviðs

Málsnúmer 2020050003Vakta málsnúmer

Ársskýrsla samfélagssviðs fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

8.Endurskoðun menntastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Að beiðni fræðsluráðs er óskað eftir umsögn frístundaráðs um nýja menntastefnu.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir engar athugasemdir við nýja menntastefnu.

9.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram. Málið var áður á dagskrá fundar frístundaráð þann 8. apríl sl.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Nokkrar tilnefningar bárust frístundaráði og þakkar ráðið þeim aðilum sem sendu inn tilnefningarnar.

Frístundaráð samþykkir að veita leikskólanum Lundarseli viðurkennigu í flokki fyrirtækja/stofnana en skólinn hefur unnið markvisst með kynjajafnrétti í sínu starfi sl. 10 ár.



Í flokki einstaklinga samþykkir ráðið að veita Stefaníu Sigurdísi Jóhönnudóttur sérstök hvatningarverðlaun en Stefanía hefur verið ötull talsmaður jafnréttis í Menntaskólanum á Akureyri og m.a. fengið styrk frá Norðurorku til að halda fyrirlestra og vinna að fræðsluefni undir yfirskriftinni "Af hverju er ég femínisti?". Einnig hefur hún fengið boð frá Jafnréttisstofu, ásamt tveimur öðrum stúlkum úr MA, um að halda erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um skaðsemi neikvæðra staðalímynda í skólastarfi. Stefanía, ásamt Ásthildi Ómarsdóttur, halda úti hlaðvarpinu VAKNAÐU þar sem fjallað er um jafnréttismál í víðum skilningi. Stefanía hefur stýrt málstofu um samskipti kennara og nemenda um mikilvægi þess að afnema neikvæðar staðalímyndir í orðræðu og námsefni skólans. Þá var hún fengin til að halda erindi á kennarafundi um jafnréttismál í skólanum.


Viðurkenningarnar verða afhentar við fyrsta tækifæri.

10.Skapandi sumarstörf

Málsnúmer 2019100124Vakta málsnúmer

Minnisblað vegna Skapandi sumarstarfa lagt fram til kynningar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur vel í þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaðinu og vill hvetja bæjarráð til að setja aukið fjármagn í atvinnuátaksverkefni með áherslu á skapandi verkefni og koma til móts við hæfni hvers og eins með það að markmiði að geta boðið sem flestum vinnu.

11.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Bókun bæjarráðs frá fundi þann 30. apríl sl. lögð fram til kynningar.

12.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningar

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Ársskýrsla og ársreikningur Skátafélagsins Klakks fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

13.Tónræktin - starfsskýrsla

Málsnúmer 2018060435Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsskýrsla frá Tónræktinni.

Fundi slitið - kl. 13:52.