Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer
Í íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022 segir m.a. í aðgerðum varðandi almenningsíþróttir og lýðheilsumál að fylgt verði eftir mótaðri stefnu um uppbyggingu hjólreiðastíga (skv. aðalskipulagi til 2030) og að íbúar verði hvattir til að nýta sér göngu- og hjólreiðastíga í stað vélknúinna ökutækja.
Nú hefur skipulagssvið Akureyrarbæjar sett í kynningu tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingu stígakerfis Akureyrar, þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 20. maí nk.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.