Skipulagsráð

338. fundur 10. júní 2020 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá

1.Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018020129Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-20130 sem varðar nýtt stígakerfi innan sveitarfélagsins. Var tillagan auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29. apríl til 20. maí 2020.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna umsögn um fyrirliggjandi athugasemdir og ábendingar í samráði við skipulagsráðgjafa.

2.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Var tillagan auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. til 27. maí 2020.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs falið að funda með hagsmunaaðilum um framhald málsins.

3.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgata 36. Málið var áður á dagskrá ráðsins 13. og 27. maí 2020.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Norðurvegur 6-8 í Hrísey - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020060187Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til lóðarinnar Norðurvegur 6-8 í Hrísey til samræmis við afgreiðslu skipulagsráðs þann 26. febrúar 2020. Í breytingunni felst að landnotkun lóðarinnar verður íbúðarsvæði í stað samfélagsþjónustu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

5.Norðurvegur 6-8 í Hrísey - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020060188Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Norðurvegur 6-8 í Hrísey til samræmis við afgreiðslu skipulagsráðs þann 26. febrúar 2020. Í breytingunni felst að lóðin verður íbúðarhúsalóð auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja allt að 50 fm gróðurhús.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

6.Kringlumýri 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060137Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 4. júní 2020 frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni þar sem hann fyrir hönd Einvarðs Jóhannssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílgeymslu við húsið Kringlumýri 11 samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt.

Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Sólvellir 4 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2020050585Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 25. maí 2020 frá Haraldi Sigmari Árnasyni þar sem hann fyrir hönd GUMS ehf., kt. 451113-1430, leggur fram fyrirspurn um hvort byggja megi við Sólvelli 4 ásamt nýjum sérstæðum bílskúr samkvæmt meðfylgjandi tillöguteikningum eftir Harald Sigmar Árnason.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Laxagata 4 - fyrirspurn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2020060215Vakta málsnúmer

Erindi Haralds Sigmars Árnasonar dagsett 5. júní 2020, f.h. Prashant Babubhai Patel þar sem óskað er eftir heimild til að breyta eldri byggingu á baklóð Laxagötu 4 í þrjár smáíbúðir. Möguleiki er að útbúa 4 bílastæði á lóðinni.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Fylgiskjöl:

9.Staðsetning áningarhólfs til bráðabirgða

Málsnúmer 2020060154Vakta málsnúmer

Erindi Sigfúsar Ólafs Helgasonar dagsett 3. júní 2020, f.h. Hestamannafélagsins Léttis, þar sem óskað er eftir að fá að reisa áningarhólf fyrir hesta til bráðabirgða á svæði austan Eyjafjarðarbrautar norðan Brunnár.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við uppsetningu á bráðabirgðaáningarhólfi í allt að tvö ár en nákvæm staðsetning skal ákveðin í samráði við skipulagssvið og umhverfis- og mannvirkjasvið. Skipulagsráð telur ekki æsklilegt að hólfið liggi upp að útivistarstíg og Eyjafjarðarbraut.


10.Móasíða 1 - beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum

Málsnúmer 2020020705Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2020 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, óskar eftir að bygging 2ja hæða íbúðarhúss á lóðinni Móasíðu 1 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2020. Er húsið sambærilegt húsi sem grenndarkynnt var árið 2018.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Matarvagn - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020040052Vakta málsnúmer

Erindi Inga Þórs Arngrímssonar dagsett 2. júní 2020 þar sem óskað er eftir að færa matarvagn sem nú er staðsettur á Torfunefsbryggju á hentugri stað þar sem er meira skjól.
Skipulagsráð leggur til að skoðað verði í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið hvort að koma megi vagninum fyrir án mikils tilkostnaðar á svæði milli bílastæða í Skipagötu og Kaupvangsstræti.

12.Óseyri 1a - fyrirspurn um tímabundna notkun svæðis utan lóðar

Málsnúmer 2020060227Vakta málsnúmer

Erindi Böðvars Þ. Kristjánssonar dagsett 5. júní 2020, f.h. Lækjarsels ehf., kt. 640314-0280, þar sem óskað er eftir leyfi til að nýta svæði utan við lóðina Óseyri 1a tímabundið sem athafnasvæði. Yrði svæðið girt af.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

13.Skipulagssvið - skjalastefna og staða skjalamála

Málsnúmer 2020050250Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skjalastefna Akureyrarbæjar 2020-2022 ásamt verklagsreglum um meðferð skjala sem samþykkt var í bæjarstjórn 21. apríl 2020.

14.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019070177Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála í rekstri sviðsins fyrstu 4 mánuði ársins 2020.

15.Starfsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020060191Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2021. Þá var einnig farið yfir vinnu- og tímaferli fjárhagsáætlunar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 769. fundar, dagsett 20. maí 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.