Málsnúmer 2024080332Vakta málsnúmer
Með vísun í afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 10. júlí 2024 er lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem nær til verslunar- og þjónustusvæðis merkt VÞ13.
Í lýsingunni kemur fram að á svæðinu verði heimilt að vera með blandaða byggð verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er miðað við að hús geti verið allt að 5 hæðir og að íbúðir verði á efri hæðum.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.