Kjarnagata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024070903

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 977. fundur - 25.07.2024

Erindi dagsett 11. júlí 2024, þar sem Gunnar Örn Sigurðsson f.h. Haga ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á lóð nr. 2 við Kjarnagötu. Innkomin gögn eftir Gunnar Örn Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Erindi dagsett 11. júlí 2024 þar sem Gunnar Örn Sigurðsson f.h. Haga hf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á lóð nr. 2 við Kjarnagötu. Innkomin gögn eftir Gunnar Örn Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Að mati skipulagsráðs samræmist tillagan ekki gildandi deiliskipulagi og er ekki samþykkt að gerð verði breyting á því til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Erindi dagsett 11. júlí 2024 þar sem Gunnar Örn Sigurðsson fh. Haga hf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á lóð nr. 2 við Kjarnagötu. Innkomin gögn eftir Gunnar Örn Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið. Skipulagsráð tók málið fyrir þann 15. ágúst sl. og hafnaði þar erindinu þar sem að sú tillaga samræmdist ekki gildandi deiliskipulagi. Nú er lögð fram ný tillaga þar sem að eldsneytisstöðin er skv. gildandi skipulagi ásamt því að 4 hraðhleðslustöðvum hefur verið bætt við á vesturhlið lóðarinnar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu og telur að hún samræmist gildandi deiliskipulagi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 984. fundur - 13.09.2024

Erindi dagsett 22. ágúst 2024, þar sem Gunnar Örn Sigurðsson f.h. Haga ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis og hraðhleðslustöðvar á lóð nr. 2 við Kjarnagötu. Innkomin gögn 10. september 2024 eftir Gunnar Örn Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.