Hlíðarendi land 4 - Umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024071470

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Erindi dagsett 29. júlí 2024 þar sem að Ólafur Stefánsson óskar eftir aðalskipulagsbreytingu fyrir óbyggt svæði við Hlíðarfjallsveg sem nær frá Hlíðarenda í vestri og austur að starfsstöð Terra. Er óskað eftir að um 3,1 ha svæðisins (vesturhluti) verði breytt í frístundabyggð og um 3,7 ha (austuhluti) í atvinnusvæði. Er gert ráð fyrir að deiliskipulag fyrir svæðið verði unnið samhliða breytingu á aðalskipulagi.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að boða umsækjanda á næsta fund skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 28. júlí 2024 þar sem Ólafur Stefánsson óskar eftir breytingu á aðalskipulagi fyrir land Hlíðarenda.

Málið fór fyrir fund skipulagsráðs 14. ágúst 2024 þar sem óskað var eftir að Ólafur kæmi á næsta fund skipulagsráðs til að ræða mögulegar útfærslur.

Ólafur sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ólafi fyrir umræðurnar. Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu við breytingu á aðalskipulagi sbr. erindið.