Norðurgata 1 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024070601

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Erindi Svartra bóka ehf. dagsett 3. júlí 2024 um hvort að heimilt yrði að nýta fyrstu hæð Norðurgötu 1 á Oddeyri undir fornbókabúð og undir viðburði, kjallara sem geymslu og risið sem íbúð.
Lóðin er á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði og kemur fram í greinargerð aðalskipulagsins að þar skuli fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði en að þar megi einnig vera starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis og muni ekki valda óþægindum vegna mengunar eða umferðar, svo sem verslunum, þjónustustarfsemi, leiksvæðum og hreinlegum iðnaði. Að mati skipulagsráðs samræmist starfsemi bókaverslunar ákvæðum aðalskipulagsins en forsenda leyfisveitingar er að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsráð bendir á að ef nýta á húsnæðið í atvinnustarfsemi þarf að huga sérstaklega að aðgengismálum.