Gleráreyrar 6-8 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024040964

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Ingólfur Freyr Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir frá Kollgátu kynntu, f.h. Eikar fasteignafélags, hugmyndir að uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra. Fela þessar hugmyndir bæði í sér breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið.

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar til samræmis við bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3547. fundur - 04.06.2024

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. maí 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar til samræmis við bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulagslýsingu með 11 samhljóða atkvæðum og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Auglýsingu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu við Gleráreyrar lauk 4. júlí sl. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess sem ein athugasemd barst.


Drög að vinnslutillögu breytingar á aðalskipulagi eru lögð fram.

Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að bæta við afmörkun jöfnunarstöðvar fyrir strætó norðan Borgarbrautar og aðlaga útivistarstíg að færslu brúar yfir Glerá og einnig að heimild verði fyrir fjölgun íbúða á skipulagssvæðinu. Skipulagsráð leggur til við skipulagsfulltrúa að beðið verði með auglýsingu á drögum fram yfir verslunarmannahelgi til að auglýsingin nái til sem flestra.