Aðalstræti 13 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu og lóðarstækkun

Málsnúmer 2024070930

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Erindi dagsett 11. júlí 2024 þar sem að Ingvar Ívarsson fh. Stefáns Þórs Gestssonar óskar eftir deiliskipulagsbreytingu og jafnframt lóðarstækkun.

Breytingin felur í sér að lóðin er stækkuð til austurs að Duggufjöru og bætt er við byggingarreit innan lóðar fyrir bílageymslu með mænisþaki.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi með lóðarstækkun til samræmis við aðliggjandi lóðir. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Aðalstrætis 15 auk þess sem leitað verði umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Er samþykktin með fyrirvara um samþykki meðeigenda.