Erindi dagsett 7. ágúst 2024 þar sem að Stefán Ármann Hjaltason óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi fyrir Gránufélagsgötu 22. Er óskað eftir að heimilt verði að rífa núverandi hús á lóð og endurbyggja frá grunni með því skilyrði að varðveita form hússins, þ.e. hlutföll, gluggaskipan og þakgerð. Er einnig óskað eftir heimild til að hliðra húsinu til suðurs þannig að hún verði 3,5 m frá suðurlóðarmörkum. Er skýringaruppdráttur meðfylgjandi. Til viðbótar er óskað eftir breytingu á nýtingarhlutfalli úr 0,59 í 0,49.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.