Gránufélagsgata 22 - Umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024080257

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Erindi dagsett 7. ágúst 2024 þar sem að Stefán Ármann Hjaltason óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi fyrir Gránufélagsgötu 22. Er óskað eftir að heimilt verði að rífa núverandi hús á lóð og endurbyggja frá grunni með því skilyrði að varðveita form hússins, þ.e. hlutföll, gluggaskipan og þakgerð. Er einnig óskað eftir heimild til að hliðra húsinu til suðurs þannig að hún verði 3,5 m frá suðurlóðarmörkum. Er skýringaruppdráttur meðfylgjandi. Til viðbótar er óskað eftir breytingu á nýtingarhlutfalli úr 0,59 í 0,49.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að núverandi hús verði rifið og endurbyggt sunnar á lóðinni sbr. umsögn Minjastofnunar Íslands. Er ekki fallist á breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem fyrir liggur að eigendur þeirra húsa sem hefðu átt að fá kynninguna hafa þegar lýst yfir með undirskrift sinni að þeir gera ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands um breytinguna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.