Hjúkrunarheimilið Hlíð - skipting lóðar

Málsnúmer 2024080401

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Lögð fram tillaga að skiptingu lóðarinnar Austurbyggð 17 í tvær lóðir. Lóðin er í dag skráð 21.812,9 fm að stærð og gerir tillagan ráð fyrir að afmörkuð verði ný 6.275,3 fm lóð utan um núverandi raðhús og bílastæði þar sunnan við.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi Hjúkrunarheimilisins Hlíðar til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að skiptingu lóðarinnar. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem eingöngu er verið að breyta lóðarmörkum.