Breyting á aðalskipulagi - Reitur VÞ13 eða Naustagata 13

Málsnúmer 2024080332

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Með vísun í afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 10. júlí 2024 er lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem nær til verslunar- og þjónustusvæðis merkt VÞ13.

Í lýsingunni kemur fram að á svæðinu verði heimilt að vera með blandaða byggð verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er miðað við að hús geti verið allt að 5 hæðir og að íbúðir verði á efri hæðum.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.