Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2017030103

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir fyrir hönd Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir f.h. Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.

Skipulagsráð frestaði erindinu 15. mars 2017 og fól skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

Í tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 er umrætt svæði skilgreint fyrir Vegagerðina og dýraspítala.
Þar sem lóðin er skilgreind fyrir dýraspítala í komandi Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 samþykkir skipulagsráð að hefja deiliskipulag lóðarinnar.

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 9. mars 2017 þar sem óskað er eftir lóð fyrir dýraspítala á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar.

Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 28. júlí sl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg án undangenginnar auglýsingar í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut sem tók gildi þann 28. júlí 2022.

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. ágúst 2022:

Erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 9. mars 2017 þar sem óskað er eftir lóð fyrir dýraspítala á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 28. júlí sl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg án undangenginnar auglýsingar í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut sem tók gildi þann 28. júlí 2022.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut. Lóðarúthlutunin er í samræmi við heimild í 4. mgr. 2.3. gr. í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Lagt fram erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 8. ágúst 2024 vegna lóðar við Súluveg fyrir dýraspítala sem úthlutað var 10. ágúst 2022.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða málið við umsækjanda og Slökkvilið Akureyrar.

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Lagt fram að nýju erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 8. ágúst 2024 vegna lóðar við Súluveg. Þá er jafnframt lögð fram greinargerð Slökkviliðs Akureyrar dagsett 1. október 2024.
Á fundi bæjarráðs 18. ágúst 2022 var samþykkt að veita Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar lóð á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Frestur til framkvæmda skv. almennum byggingarskilmálum er liðinn og í ljósi þess að Slökkvilið Akureyrar telur að umrætt svæði sé best til þess fallið fyrir uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar til framtíðar felur skipulagsráð skipulagsfulltrúa að finna nýja hentuga staðsetningu fyrir dýraspítala.