Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Málsnúmer 2022030078

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 377. fundur - 09.03.2022

Erindi dagsett 2. mars 2022 þar sem Margrét Konráðsdóttir fyrir hönd Skútabergs ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi lóð fyrir þrjú síló og hafnarvog við Krossaneshöfn.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lagt fram að nýju erindi dagsett 2. mars 2022 þar sem Margrét Konráðsdóttir f.h. Skútabergs ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi lóð fyrir þrjú síló og hafnarvog við Krossaneshöfn. Meðfylgjandi er skýringarmynd.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. mars sl. og var afgreiðslu þess frestað.


Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á uppsetningu sílóa á svæðinu í samráði við Norðurorku og Hafnarsamlag Norðurlands.


Skipulagsráð - 406. fundur - 09.08.2023

Lögð fram endurskoðuð tillaga Haraldar S. Árnasonar f.h. Skútabergs að afmörkun lóðar fyrir sementssíló norðan við lóð nr. 9 í Krossanesi.

Meðfylgjandi er umsögn Norðurorku um tillöguna.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 6. júlí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi til samræmis við framlagða tillögu.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi þar sem afmörkuð er ný 0,22 ha lóð fyrir uppsetningu sements- og asfaltstanka og bílavog. Hámarkshæð tanka verði 30 m.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt sem vinnslutillaga skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leitað verði umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs, Norðurorku og Hafnasamlag Norðurlands. Útbúa þarf fylgigagn með breytingunni sem sýnir útlit mannvirkja á lóðinni í þrívídd.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi vegna áforma um að búa til nýja lóð fyrir síló og hafnarvog lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Hafnasamlagi Norðurlands og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er gert ráð fyrir að í kynningargögnum verði útlitsmynd í þrívídd sem sýnir stærð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi vegna áforma um að búa til nýja lóð fyrir síló og hafnarvog lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Hafnasamlagi Norðurlands og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er gert ráð fyrir að í kynningargögnum verði útlitsmynd í þrívídd sem sýnir stærð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Með umsókn dagsettri 2. mars 2022 óskaði Margrét Konráðsdóttir, fh. Skútabergs ehf. eftir lóð til uppsetningar sílóa við Krossaneshöfn. Í kjölfarið fór í gang vinna við breytingu á deiliskipulagi Krossaneshafnar í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og Norðurorku. Þann 17. júlí sl. tók í gildi breyting á deiliskipulagi þar sem afmörkuð er 0,22 ha lóð fyrir sement- og asfaltbirgðastöð og bílavog.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að samningi um úthlutun lóðarinnar og leggja aftur fyrir ráðið. Skipulagsráð telur jafnframt afar mikilvægt að sett verði í skilmála við lóðarúthlutun að umgengni á lóðinni skuli vera til fyrirmyndar og að á henni séu alls ekki tæki eða tól sem ekki tengjast sílói eða hafnarvog og að það verði tilgreint nákvæmlega hvaða tæki/tól það eru sem samræmast þeirri starfsemi. Einnig verði tilgreint nákvæmlega hvernig eigi að framfylgja þeim kvöðum og hver viðurlögin eru.