Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2024070455

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðabyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.


Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júlí 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðabyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðarbyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar, og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.