Hlíðaholt - ósk um að staðsetja 16m fjarskiptamastur

Málsnúmer 2024060972

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 426. fundur - 26.06.2024

Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem að Sigurður Lúðvík Stefánsson fh. Íslandsturna sendistaða óskar eftir leyfi til að reisa 16m hátt fjarskiptamastur auk rafmagnskassa.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða betur við umsækjanda.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem Sigurður Lúðvík Stefánsson fh. Íslandsturna sendistaða óskar eftir leyfi til að reisa 16 m hátt fjarskiptamastur auk rafmagnskassa norðan við spennistöð Norðurorku við Safírstræti í hesthúsahverfinu Hlíðarholti.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við Norðurorku, sem felst í að afmarkaðar eru lóðir fyrir núverandi spennistöð og fyrirhugað mastur. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum á svæðinu auk þess sem leitað verður umsagnar Hestamannafélagsins Léttis og Isavia.