Skipulagsráð

415. fundur 10. janúar 2024 kl. 08:15 - 12:29 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson varaformaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Gatnagerðargjöld 2024

Málsnúmer 2024010363Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda verði samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á 7. gr. til samræmis við umræður á fundi.

2.Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði milli Naustagötu og Davíðshaga. Er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að færa lóð fyrir leikskóla til austurs, yfir á svæði þar sem nú eru mannvirki, Naust 2. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti opins svæðis til sérstakra nota, næst Naustagötu, breytist í uppbyggingarsvæði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Akureyrarflugvöllur - umsókn um endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2023030991Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar lauk þann 20. nóvember sl. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu ásamt umsögnum frá Minjastofnun og Landsneti. Umsagnir frá Norðurorku, Slökkviliði Akureyrarbæjar, óshólmanefnd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni höfðu borist á fyrri stigum málsins.

Afgreiðslu málsins var frestað á 413. fundi skipulagsráðs sem óskaði eftir svari umsækjanda við innkomnum athugasemdum og umsögnum og hafa þau svör nú verið móttekin.
Skipulagsráð telur svör skipulagshönnuðar fullnægjandi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

4.Hafnarstræti 73 og 75 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040862Vakta málsnúmer

Lögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 73-75 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að núverandi bygging á lóð 73 verði 5 hæðir í stað 3,5 hæða og það tengt með nýrri 5 hæða byggingu á lóð 75. Er gert ráð fyrir hótelstarfsemi í byggingunum. Drög að deiliskipulagi voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. desember. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja viðbrögð Minjastofnunar í tölvupósti dagsettum 20. desember 2023.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins þar til að viðbrögð umsækjanda við umsögn Minjastofnunar Íslands liggja fyrir.

5.Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023110413Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 80-82 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra hæða hótelbyggingu á lóð 80 sem tengist núverandi húsi á lóð 82. Drög að deiliskipulagi voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. til 21. desember 2023. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja viðbrögð Minjastofnunar í tölvupósti dagsettum 20. desember 2023.


Gerð hefur verið tillaga að breytingu á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir Minjastofnunar og hefur hún jafnframt verið kynnt stofnuninni.


Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

6.Hafnarstræti 87-89 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.desember 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. RA 5 ehf sækir um að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar húsnæðis undir kirkjutröppunum til samræmis við meðfylgjandi tillögu. Gerir tillagan ráð fyrir að rými undir kirkjutröppunum sem áður hýstu almenningssalerni verði breytt í verslunar- og þjónusturými auk annarra umfangsminni breytinga.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Lundargata 2-6 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121791Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. óskar eftir breytingum á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til lóða við Lundargötu 2-6. Er meðal annars gert ráð fyrir að lóð nr. 4 verði skipt upp á milli lóða 2 og 6 við Lundargötu og lóð 3-7 við Norðurgötu en lóðamörk á þessu svæði hafa verið óviss. Þá er einnig gert ráð fyrir að húsi á núverandi lóð 6b verði breytt nokkuð auk þess sem gert verði ráð fyrir bílskúr þar sunnan við og minni geymslu upp við lóð Strandgötu 23.

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 16. nóvember 2023 um tillögur að breytingum á húsi á lóð 4 og 6b.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Stórholt 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121788Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. sækir um breytingar á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Stórholts 1. Breytingarnar fela í sér aukið byggingarmagn ásamt breyttra byggingarreita.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við erindið. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Lyngholts 1 og Lyngholts 2.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Málsnúmer 2022030078Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi þar sem afmörkuð er ný 0,22 ha lóð fyrir uppsetningu sements- og asfaltstanka og bílavog. Hámarkshæð tanka verði 30 m.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt sem vinnslutillaga skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leitað verði umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs, Norðurorku og Hafnasamlag Norðurlands. Útbúa þarf fylgigagn með breytingunni sem sýnir útlit mannvirkja á lóðinni í þrívídd.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Aðalstræti 12b - ósk um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2023121331Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2023 þar sem að Þorleifur Eggertsson sækir um leyfi til að vinna að deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar Aðalstrætis 12b:


1. Ósk um að staðsetning innan byggingarreits sé frjáls og að stigar, pallar og skyggni megi ná allt að 2 metra út fyrir byggingarreit.

2. Ósk um að hækka mænishæð og vegghæð um 30 cm svo mænishæð og vegghæð eftir breytingu verða 8,8 m og 5,9 m.

3. Ósk um að hækka nýtingarhluttfall lóðar úr 0,25 í 0,3.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalstrætis 12 og 14 ásamt Hafnarstræti 3 og 7 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Austurvegur 15 til 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts til samræmis við bókun skipulagsráða frá 9. ágúst 2023 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða við Austurveg 15, 17, 19 og 21 í Hrísey. Í breytingunni felst að á lóðum 15 og 17 verður heimilt að byggja tveggja hæða parhús-/fjórbýlishús og á lóðum 19 og 21 verði heimilt að byggja 2 hæða einbýlishús.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt sem vinnslutillaga skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Lækjarmói 2-8 - fyrirspurn varðandi aukið byggingarmagn í kjallara

Málsnúmer 2023120159Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem nær til lóðarinnar Lækjarmóa 2-8. Erindi um breytinguna var á dagskrá skipulagsráðs 13. desember sl. og var samþykkt að gera breytingu til samræmis við erindið. Er tillagan nú lögð fram með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir aukningu á byggingarmagni byggingar en ekki bílakjallara.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Grímsey - deiliskipulag

Málsnúmer 2023121686Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2023 þar sem hverfisnefnd Grímseyjar óskar eftir því að klárað verði deiliskipulag fyrir eyjuna í nánu samráði við íbúa.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda með hverfisráði Grímseyjar um málið.

14.Byggðavegur 115 - stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2023081475Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. ágúst 2023 þar sem Bjarki Ásbjarnarson sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 115 við Byggðaveg. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir ásamt samþykki nágranna aðliggjandi lóðar.
Skipulagsráð telur að breytingin brjóti upp götu- og garðamynd Byggðarvegar og hafnar af þeim sökum erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Grímseyjargata 2 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023110299Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsett 7. nóvember 2023 f.h. Búvís ehf. um hvort heimilt sé að aka beint út á Grímseyjargötu frá fyrirhugaðri bílaþvottastöð í vesturenda húsnæðis við Grímseyjargötu 2. Eru jafnframt lagðar fram umsagnir umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar og Hafnasamlags Norðurlands.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Hafnarstræti 23 - ósk um rekstrarleyfi gististaða

Málsnúmer 2024010362Vakta málsnúmer

Erindi Björgvins Ívars Baldurssonar dagsett. 4. janúar 2024, f.h. Slaká AK ehf., þar sem óskað er eftir rekstrarleyfi gististaða í flokki 2 fyrir íbúð F2146877, 01 0101 í Hafnarstræti 23.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum. Skipulagsráð bendir jafnframt á að sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslumanns.

Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

17.Baldursnes 3 - umsókn um uppsetningu hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2024010056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2023 þar sem að Sigríður Magnúsdóttir f.h. Atlantsolíu hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hraðhleðslustöðvar við sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu, Baldursnesi 3.

Á fundi byggingarfulltrúa 28. desember óskar byggingarfulltrúi eftir umsögn skipulagsráðs um erindið.
Skipulagsráð gerir ekki athugsemd við fyrirhuguð byggingaráform en bendir þó á að ef byggt verði á skipulögðum byggingareit verði skilmálar að vera skýrir um að hverjum sem er sé frjálst að nýta stæðin sem almenn stæði.

18.Krákustígur 1 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2023030640Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Einars Ólafs Einarssonar þar sem óskað er eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóð nr. 1 við Krákustíg. Meðfylgjandi er greinargerð þar sem lýst er áformum um nýtingu lóðar og núverandi mannvirkis.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins

19.Strandgata 25 - umsókn um svalir

Málsnúmer 2023120728Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2023 þar sem að Kári Magnússon f.h. eigenda sækir um að byggja svalir við vesturhlið Strandgötu 25.

Fyrir liggur álit Minjastofnunar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr skipulagslaga 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Strandgötu 23, Standgötu 25b og Lundargötu 2.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Oddeyrarbót 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015120065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2024 þar sem Egill Áskelsson f.h. Kela seatours óskar eftir fresti til framkvæmda á lóð nr. 1 við Oddeyrarbót til loka febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest í samræmi við erindi í ljósi þess að byggingaráform hafa þegar verið samþykkt. Skipulagsráð bendir þó á að frekari frestir verðir ekki gefnir og að bærinn taki lóðina aftur ef lóðarhafar hafa ekki hafið vinnu 1. mars 2024.

21.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.


Jón Hjaltason óflokksbuninn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

22.Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023120429Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að útboðs- og úthlutunarskilmálum fyrir hótellóð á Jaðarsvelli.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð til bæjarráðs.

23.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa að nýju fimm fjölbýlishúsalóðir við Miðholt til samræmis við meðfylgjandi úthlutunarskilmála. Jafnframt eru lagðir fram uppfærðir úthlutunarskilmálar fyrir par- og raðhúsalóðir við Þursaholt, Hulduholt og Álfaholt.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa fjölbýlishúsalóðir við Miðholt til samræmis við fyrirliggjandi úthlutunarskilmála. Ekki er gerð athugasemd við breytingar á úthlutunarskilmálum fyrir lóðir við Þursaholt, Hulduholt og Álfaholt.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 12:02.

24.Týsnes 20 - umsókn um lóð og breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022111321Vakta málsnúmer

Lögð fram tölvupóstsamskipti við fulltrúa Íslandsþara varðandi framkvæmdir á lóðum Týsness 18 og 20. Kemur þar fram að ekki er fyrirhugað að fara í uppbyggingu fyrr en að 2-3 árum liðnum og er lóðin því fallin aftur til bæjarins.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gera breytingu á deiliskipulagi Týsness sem felst í að fallið er frá sameiningu lóðanna Týsness 18 og 20 og skilmálar færðir í upphaflegt horf. Að mati skipulagsráðs er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki þörf á grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að gera lóð nr. 16 tilbúna til úthlutunar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

25.Bifreiðastöð Oddeyrar - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024010262Vakta málsnúmer

Erindi Sunnu Axelsdóttur lögmanns dagsett 3. janúar 2024, f.h. Bifreiðastöðvar Oddeyrar, þar sem sótt er um lóðina Oddeyrarbót 3.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu á þeim forsendum að ekki sé um hafsækna starfsemi að ræða.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.

26.Norðurtangi 7 og 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019060125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sunnu Axelsdóttur lögmanns dagsett 22. desember 2023, f.h. Bústólpa, varðandi lóð á Norðurtanga og er óskað eftir afstöðu bæjarins og upplýsingum um hvernig sveitarfélagið hyggst tryggja að ekki verði gengið á hagsmuni Bústólpa.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

27.Matarvagn - umsókn um langtímaleyfi, nætursölu og markaðssölu fyrir stærri viðburði

Málsnúmer 2023120220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2023 þar sem Karin Spanjol f.h. Foks sækir um leyfi fyrir matarvagni á torginu á horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis.

Ekki er hægt að veita leyfi fyrir matarvagni á þessum stað þar sem ekki er hægt að útvega næga innviði að svo stöddu. Unnið er að undirbúningi svæðisins og þegar það verður klárt verður leyfið auglýst opinberlega.


Er umsækjenda bent á að sækja um leyfi fyrir núverandi staðsetningar matarvagna sem er í auglýsingu frá 4. janúar 2024.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 945. fundar, dagsett 14. desember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

29.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 946. fundar, dagsett 21. desember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 944. fundar, dagsett 7. desember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

31.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 947. fundar, dagsett 28. desember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

32.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar, dagsett 4. janúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:29.