Hafnarstræti 23 - ósk um rekstrarleyfi gististaða

Málsnúmer 2024010362

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi Björgvins Ívars Baldurssonar dagsett. 4. janúar 2024, f.h. Slaká AK ehf., þar sem óskað er eftir rekstrarleyfi gististaða í flokki 2 fyrir íbúð F2146877, 01 0101 í Hafnarstræti 23.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum. Skipulagsráð bendir jafnframt á að sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslumanns.

Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.