Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2024:
Auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 lauk 1. mars sl.
Á auglýsingartímanum bárust umsagnir frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess að 2 athugasemdir bárust frá öðrum rekstraraðilum í syðsta hluta Hafnarstrætis. Er tillagan nú lögð fram með ósk um að gerð verði sú breyting frá auglýstri tillögu að heimilt verði að gera ráð fyrir allt að 518 fm kjallara undir Hafnarstræti 80 og 20 fm fyrir flóttastiga úr kjallara. Felur það í sér að nýtingarhlutfall hækkar úr 2,78 í 2,99. Jafnframt verða minniháttar breytingar á lóðamörkum sem felast í að lóð Hafnarstrætis 80-82 stækkar á kostnað Austurbrúar 10-18.
Að mati skipulagsráðs felur tillaga að breytingu á auglýstri tillögu ekki í sér grundvallarbreytingar þar sem eingöngu er verið að bæta við fermetrum í kjallara. Hefur sú breyting því ekki áhrif á útlit eða stærð mannvirkis séð frá öðrum hagsmunaaðilum en umsækjanda sjálfs. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum og að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.
Jón Hjaltason óháður og Sunna Hlín Jóhannesdótir B-lista óska bókað:
Mikil fjölgun gistirýma (hótel og íbúðir) er fyrirsjáanleg, ekki aðeins á umræddu svæði í kringum Hafnarstræti 80-82, heldur einnig víðar í miðbæ Akureyrar. Jafnramt stefnir þar í töluverða fækkun bílastæða. Ofanrituð hvetja því til að lagður verði grundvöllur að byggingu bílastæðahúss í þeim anda sem drepið er á í greinargerð um aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 (dags. 28. feb. 2018, bls. 115-116).
Andri Teitsson Kynnti.
Til máls tóku Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.