Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023110413

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Erindi dagsett 9. nóvember 2023 þar sem Pollurinn ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðanna Hafnarstræti 80 og 82.

Breytingin felur í sér eftirfarandi:

- Lítillega stækkun Hafnarstrætis 80 til suðurs.

- Tengingu nýbyggingar við Hafnarstræti 84.

- Aukning á byggingarmagni verður um 540 m².


Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 80-82 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra hæða hótelbyggingu á lóð 80 sem tengist núverandi húsi á lóð 82. Drög að deiliskipulagi voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. til 21. desember 2023. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja viðbrögð Minjastofnunar í tölvupósti dagsettum 20. desember 2023.


Gerð hefur verið tillaga að breytingu á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir Minjastofnunar og hefur hún jafnframt verið kynnt stofnuninni.


Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Bæjarstjórn - 3539. fundur - 16.01.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 80-82 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra hæða hótelbyggingu á lóð 80 sem tengist núverandi húsi á lóð 82. Drög að deiliskipulagi voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. til 21. desember 2023. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja viðbrögð Minjastofnunar í tölvupósti dagsettum 20. desember 2023.

Gerð hefur verið tillaga að breytingu á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir Minjastofnunar og hefur hún jafnframt verið kynnt stofnuninni.

Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 419. fundur - 12.03.2024

Auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 lauk 1. mars sl.

Á auglýsingartímanum bárust umsagnir frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess að 2 athugasemdir bárust frá öðrum rekstraraðilum í syðsta hluta Hafnarstrætis. Er tillagan nú lögð fram með ósk um að gerð verði sú breyting frá auglýstri tillögu að heimilt verði að gera ráð fyrir allt að 518 fm kjallara undir Hafnarstræti 80 og 20 fm fyrir flóttastiga úr kjallara. Felur það í sér að nýtingarhlutfall hækkar úr 2,78 í 2,99. Jafnframt verða minniháttar breytingar á lóðamörkum sem felast í að lóð Hafnarstrætis 80-82 stækkar á kostnað Austurbrúar 10-18.
Að mati skipulagsráðs felur tillaga að breytingu á auglýstri tillögu ekki í sér grundvallarbreytingar þar sem eingöngu er verið að bæta við fermetrum í kjallara. Hefur sú breyting því ekki áhrif á útlit eða stærð mannvirkis séð frá öðrum hagsmunaaðilum en umsækjanda sjálfs. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum og að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.


Jón Hjaltason óháður og Sunna Hlín Jóhannesdótir B-lista óska bókað:

Mikil fjölgun gistirýma (hótel og íbúðir) er fyrirsjáanleg, ekki aðeins á umræddu svæði í kringum Hafnarstræti 80-82, heldur einnig víðar í miðbæ Akureyrar. Jafnramt stefnir þar í töluverða fækkun bílastæða. Ofanrituð hvetja því til að lagður verði grundvöllur að byggingu bílastæðahúss í þeim anda sem drepið er á í greinargerð um aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 (dags. 28. feb. 2018, bls. 115-116).

Bæjarstjórn - 3543. fundur - 19.03.2024

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. mars 2024:

Auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 lauk 1. mars sl.

Á auglýsingartímanum bárust umsagnir frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess að 2 athugasemdir bárust frá öðrum rekstraraðilum í syðsta hluta Hafnarstrætis. Er tillagan nú lögð fram með ósk um að gerð verði sú breyting frá auglýstri tillögu að heimilt verði að gera ráð fyrir allt að 518 fm kjallara undir Hafnarstræti 80 og 20 fm fyrir flóttastiga úr kjallara. Felur það í sér að nýtingarhlutfall hækkar úr 2,78 í 2,99. Jafnframt verða minniháttar breytingar á lóðamörkum sem felast í að lóð Hafnarstrætis 80-82 stækkar á kostnað Austurbrúar 10-18.

Að mati skipulagsráðs felur tillaga að breytingu á auglýstri tillögu ekki í sér grundvallarbreytingar þar sem eingöngu er verið að bæta við fermetrum í kjallara. Hefur sú breyting því ekki áhrif á útlit eða stærð mannvirkis séð frá öðrum hagsmunaaðilum en umsækjanda sjálfs. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum og að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.

Jón Hjaltason óháður og Sunna Hlín Jóhannesdótir B-lista óska bókað:

Mikil fjölgun gistirýma (hótel og íbúðir) er fyrirsjáanleg, ekki aðeins á umræddu svæði í kringum Hafnarstræti 80-82, heldur einnig víðar í miðbæ Akureyrar. Jafnramt stefnir þar í töluverða fækkun bílastæða. Ofanrituð hvetja því til að lagður verði grundvöllur að byggingu bílastæðahúss í þeim anda sem drepið er á í greinargerð um aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 (dags. 28. feb. 2018, bls. 115-116).

Andri Teitsson Kynnti.

Til máls tóku Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 verði samþykkt með tilgreindum breytingum.


Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Jón Hjaltason óháður situr hjá.