Aðalstræti 12b - ósk um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2023121331

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi dagsett 19. desember 2023 þar sem að Þorleifur Eggertsson sækir um leyfi til að vinna að deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar Aðalstrætis 12b:


1. Ósk um að staðsetning innan byggingarreits sé frjáls og að stigar, pallar og skyggni megi ná allt að 2 metra út fyrir byggingarreit.

2. Ósk um að hækka mænishæð og vegghæð um 30 cm svo mænishæð og vegghæð eftir breytingu verða 8,8 m og 5,9 m.

3. Ósk um að hækka nýtingarhluttfall lóðar úr 0,25 í 0,3.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalstrætis 12 og 14 ásamt Hafnarstræti 3 og 7 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.