Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 398. fundur - 15.03.2023

Rætt um stöðu mála varðandi lóðir nr. 1 og 3 við Hofsbót.
Meirihluti skipulagsráðs felur skipulagsfulltrúa að vinna að undirbúningi auglýsingar lóðanna við fyrsta tækifæri.


Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn bókun skipulagsráðs og óskar bókað eftirfarandi:

Áformað er að byggja á öllum BSO-reitnum, norðan frá Strandgötu og suður að Kaupvangsstræti á milli Glerárgötu og Skipagötu. Í dag eru þarna aðalbílastæði miðbæjar Akureyrar. Vandséð er hvernig á að bregðast við þeim vanda sem skapast þegar umrædd bílastæði hverfa undir steinsteypu.

Hugmyndir um byggingar á lóðum nr. 1 og 3 við Hofsbót segja til um framhaldið. Þétt byggð og háreist, byggingar sem skaga jafnvel 14 m upp í loftið.

Byggja á þétt að einni umferðarþyngstu götu bæjarins og teppa þar umferð með þrengingu á Glerárgötu sem leiðir af sér enn aukna mengun; í lofti vegna bíla í hægagangi og í sálum bílstjóra sem komast illa leiðar sinnar.

Þetta er öfugþróun sem hér er eindregið varað við. Vítin eru til að varast þau. Háreistir miðbæir á Íslandi hafa sýnt sig að vera á rangri breiddargráðu. Fylgifiskar þeirra eru kaldir skuggar, napur vindur og fólksflótti.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista óska bókað eftirfarandi:

Mikilvægt er að hefja uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri þar sem hjarta bæjarins yrði ekki bílastæði heldur atvinnu- og mannlíf á sama tíma og tryggðar verði eðlilegar lausnir fyrir geymslu bíla, t.d. með bílastæðakjallara.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista leggja jafnframt fram eftirfarandi:

Heppilegra hefði þó verið að ná enn betri tengingu milli miðbæjar og hafnarsvæðisins, sem skorin er í sundur með fjórum akgreinum.

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Á 398. fundi skipulagsráðs 15. mars 2023 fól meirihluti ráðsins skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að auglýsingu lóða við Hofsbót 1 og 3. Í kjölfarið hófst samráð við m.a. Vegagerðina sem varð til þess að gerð var minniháttar breyting á lóðum við Hofsbót og Skipagötu sem liggja samsíða Glerárgötu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að undirbúa gerð útboðsskilmála og kynna áformin jafnframt fyrir umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.


Jón Hjaltason óflokksbundinn og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.


Jón Hjaltason óflokksbuninn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Bæjarstjórn - 3539. fundur - 16.01.2024

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.
Með vísan í heimild samkvæmt gr. 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda samþykkir bæjarstjórn með níu atkvæðum að hlutfall gatnagerðargjalds á lóðunum verði 15%.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jón Hjaltason óháður sitja hjá.

Bæjarráð - 3834. fundur - 17.01.2024

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjármálasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3835. fundur - 25.01.2024

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. janúar 2024:

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðunum Hofsbót 1 og 3 verði úthlutað með útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við framlagða skilmála.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Leitað var eftir kauptilboðum í lóðirnar Hofsbót 1 og 3 með auglýsingu sem birtist 29. maí sl. og var frestur til 27. júní til að koma með tilboð. Engin tilboð bárust.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa í samráði við formann skipulagsráðs að fara yfir hvort gera þurfi breytingar á útboðsskilmálum.

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Lagðar fram tvær tillögur að endurskoðun útboðsskilmála fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna skilmála áfram.