Erindi dagsett 7. desember 2015 þar sem Halldór Ómar Áskelsson f.h. Halldórs Áskelssonar ehf., kt. 610208-1690, og Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, kt. 501284-0419, sækir um lóðina nr. 7 við Torfunef fyrir miðasölu vegna starfsemi við skemmtisiglingar frá nýju bryggjunni við Hofsbót. Til vara er sótt um lóðir nr. 3 eða 9 við Torfunef.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista báru upp vanhæfi sitt vegna lóðarumsókna við Torfunef. Skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi þeirra.
Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.