Bifreiðastöð Oddeyrar - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024010262

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi Sunnu Axelsdóttur lögmanns dagsett 3. janúar 2024, f.h. Bifreiðastöðvar Oddeyrar, þar sem sótt er um lóðina Oddeyrarbót 3.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu á þeim forsendum að ekki sé um hafsækna starfsemi að ræða.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.