Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026

Málsnúmer 2022042596

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Lögð fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3772. fundur - 16.06.2022

Lögð var fram ný tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3773. fundur - 23.06.2022

Lögð fram ný tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 16. júní sl. og var afgreiðslu þess þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tímaáætlun.

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.

Það er ljóst að verðbólga sem við búum við mun reynast rekstrinum erfið sem og vanfjármögnun einstakra málaflokka sem færð hafa verið frá ríki til sveitarfélaga. Bæjarráð skorar á Alþingi að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3777. fundur - 18.08.2022

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og bæjarfulltrúinn Hulda Elma Eysteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu um framlagðar forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023 um eina viku.

Bæjarráð - 3778. fundur - 25.08.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarrráðs dagsettri 18. ágúst 2022:

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og bæjarfulltrúinn Hulda Elma Eysteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu um framlagðar forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023 um eina viku.

Fyrir fundinum liggur einnig minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 23. ágúst 2022 um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista voru í fjarfundarbúnaði undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan ramma, þar sem lögð er áhersla á fræðslu-, lýðheilsu- og velferðarmál sem og að aukinn kraftur er settur í umhverfis- og skipulagsmál. Bæjarráð vísar rammanum til áframhaldandi vinnu í fastanefndum bæjarins.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarsson F-lista óska bókað:


Það vekur athygli að í forsendum fjárhagsramma er horft til 10% gjaldskrárhækkana almennt, að undanskyldum leikskólagjöldum sem standa í stað, á sama tíma og fjárhagsrammi gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu. Ekki virðist í því samhengi horft til þess að verja tekjulægri hópa fyrir skörpum verðhækkunum. Þá er fjármögnun ýmissa verkefna óljós og loðin á þessum tímapunkti, enda öll fjárhagsáætlunarvinnan eftir og getur því ýmislegt tekið breytingum í því ferli, en miðað við þær forsendur sem blasa við í rammanum nú er ekki annað hægt en að sitja hjá við afgreiðslu hans.

Bæjarráð - 3785. fundur - 27.10.2022

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið og þá sátu Gunnar Már Gunnarsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við erum ósammála þeirri forgangsröðun sem sett er fram í framkvæmdaáætlun, auk þess sem við teljum að í fjárhagsáætlun sé ekki næg áhersla lögð á hagsmuni barnafjölskyldna, eldri borgara og tekjulægri hópa.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. október 2022:

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið og þá sátu Gunnar Már Gunnarsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við erum ósammála þeirri forgangsröðun sem sett er fram í framkvæmdaáætlun, auk þess sem við teljum að í fjárhagsáætlun sé ekki næg áhersla lögð á hagsmuni barnafjölskyldna, eldri borgara og tekjulægri hópa.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Jón Hjaltason, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Andri Teitsson og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það var stefnt að sjálfbærni í rekstri árið 2025 og farið í margvísleg umbótaverkefni síðustu ár til að ná því markmiði. Í fyrra leit svo út að það myndi nást á því ári en því miður mun það ekki ganga eftir á kjörtímabilinu ef þessi fjárhagsáætlun verður samþykkt óbreytt. Auk þess sem það á að ráðast í miklar framkvæmdir og aukna skuldasöfnun á tímum verðbólgu og þenslu en ekki farið í lækkanir á álögur á íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar á að horfa til þess að álagningarhlutfall fasteignagjalda verði lækkað til að mæta hækkun á fasteignamati.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Í fjárhags- og framkvæmdaáætlun ætti að leggja aukna áherslu á grunnkerfin okkar, velferðar- og fræðslumál. Huga ætti betur til hagsmuna barnafjölskyldna, tekjulægri hópa og eldri borgara. Fjölga þarf félagslegum leiguíbúðum umfram það sem áætlað er og að tryggja fleira fötluðu fólki húsnæði við hæfi. Rýmka þarf svigrúm sérstaks húsnæðisstuðnings sem nýtist sérstaklega öryrkjum, einstæðum foreldrum og láglaunafólki í erfiðri félagslegri stöðu, en kjör þessa hóps hafa rýrnað umtalsvert vegna aukinnar verðbólgu. Rýmka þarf svigrúm sérstaks húsnæðisstuðnings, koma ætti á lægra gjaldi fyrir forgangshópa í frístund grunnskólanna og lækka ætti kostnað foreldra við leikskólavist og fæði barna, eða a.m.k. ekki að hækka hann líkt og nú er lagt til. Þá er nauðsynlegt að halda áfram uppbyggingu og endurbótum á leik- og grunnskólum, ekki síst á því húsnæði sem er löngu komið á tíma. Ekki má verða slík afturför í uppbyggingu leikskólamannvirkja að til þess komi að hækka þurfi á ný innritunaraldur barna. Þá er tímabært að tryggja bætta félagsaðstöðu eldri borgara.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Á tímum þar sem ein stærsta áskorun samtímans er loftslagsváin ætti að teljast eðlilegt að aukin áhersla væri í fjárhags- og framkvæmdaáætlun á að fjármagna aðgerðaáætlun nýsamþykktrar Umhverfis- og loftslagsstefnu. Einnig ætti að forgangsraða fjármunum til tekjulægri hópa og jafna aðstöðumun barna með sameiginlegum sjóðum.

Meirihluti bæjarstjórnar óskar bókað:

Í þessari áætlun er megin áherslan lögð á að hlúa að börnum og barnafjölskyldum, tekjulægri hópum og eldri borgurum ásamt því að leggja áherslu á lýðheilsu bæjarbúa. Meirihlutinn treystir því jafnframt að samvinna verði við minnihlutann um frekari vinnu við fjárhagsáætlun milli umræðna.

Bæjarráð - 3787. fundur - 10.11.2022

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3788. fundur - 17.11.2022

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram svofellda tillögu:

Að á árinu 2023 verði farið í, í samstarfi við Félag eldri borgara og öldungaráð, að undirbúa stækkun á samkomusal í Bugðusíðu og stefnt að framkvæmdum árið 2024.
Tillagan var borin upp til atkvæða:

Tveir greiddu atkvæði með tillögunni, þrír voru á móti. Tillagan var felld.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað að hún styður tillöguna.

Meirihlutinn óskar bókað:

Við getum ekki samþykkt þessa tillögu án þess að kostnaðargreining liggi fyrir. Vinna er farin af stað við aðgerðaráætlun sem snýr að eldri borgurum, þar sem húsnæðisþörf verður metin í samvinnu við Félag eldri borgara og öldungaráð.

Bæjarráð - 3789. fundur - 24.11.2022

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023-2026 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið og þá sat Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til seinni umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. desember 2022:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið og þá sat Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til seinni umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hlynur Jóhannesson, Jana Salóme I. Jósepsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Heimir Örn Árnason.

Hilda Jana Gísladóttir S- lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Gerð verði sú breyting á fjárhagsáætlun 2023-2026, að framkvæmdir við íbúakjarna fyrir fatlað fólk í Nonnahaga færist fram um eitt ár og gert sé ráð fyrir framkvæmdunum á árunum 2024 og 2025, en undirbúningur hefjist eftir sem áður á næsta ári.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista lagði fram eftirfarandi breytingartillögu til viðbótar við tillögu Hildu Jönu Gísladóttur að framkvæmdin verði fjármögnuð með sölu eigna, þannig að hún orðist svo:

Gerð verði sú breyting á fjárhagsáætlun 2023-2026, að framkvæmdir við íbúakjarna fyrir fatlað fólk í Nonnahaga færist fram um eitt ár og gert sé ráð fyrir framkvæmdunum á árunum 2024 og 2025, en undirbúningur hefjist eftir sem áður á næsta ári. Auk þess verði gerð sú breyting á framkvæmdaáætlun, að farið verði í sölu eigna.

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna og ferðaþjónustuaðila. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki viðbótarfjármagn í mótun framtíðarsýnar um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu að upphæð 10 milljónum.

Breytingartillaga Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista við tillögu Hildu Jönu Gísladóttur S-lista var borin upp til atkvæða:

Tillagan var samþykkt með tíu atkvæðum. Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn sat hjá.

Tillaga Gunnars Más Gunnarssonar og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista var borin upp til atkvæða:

Tillagan er felld með sex atkvæðum. Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista greiddu atkvæði með tillögunni og Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn sátu hjá.

Meirihlutinn óskar bókað við framangreinda tillögu:

Við teljum þessa vinnu við atvinnustefnu vera hafna. Gert er ráð fyrir fjármagni til þess að endurskoða atvinnustefnu bæjarins. Nú þegar hefur verið gerð samkeppnisgreining fyrir bæinn, vinna er hafin á vettvangi SSNE á innviðagreiningu fyrir svæðið ásamt því að verið er að vinna að svæðisborgarstefnu. Sú stefna var mörkuð á síðasta kjörtímabili að binda stefnumótun að mestu að því sem er á valdi sveitarfélagsins að hafa áhrif á, svo sem leikskólapláss, samgöngur, lóðaframboð, markaðssetningu ofl. Fyrir liggur að aðalskipulagið verður endurskoðað þar sem farið verður yfir húsnæðiskafla og atvinnukafla og tækifæri gefst til að móta framtíðarsýn fyrir sveitarfélgið.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista, leggja fram eftirfarandi tillögu:

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum, markmiðum sveitarfélagsins í umhverfis- og loftslagsmálum og meta endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.


Fjárhagsáætlun er lögð fram og greidd atkvæði um hvern lið.


a)
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2023

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2024

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2025

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2026

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2023-2026


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Félagslegar íbúðir

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Hlíðarfjall

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2023 að fjárhæð -881.853 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2023 að fjárhæð 15.310.680 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með sjö atkvæðum.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista sátu hjá.


A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2023 að fjárhæð 130.206 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2023 að fjárhæð 521.245 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2023 að fjárhæð 1.408 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana bornir upp í einu lagi og samþykktir með sex atkvæðum.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarssonar óflokksbundinn sátu hjá.


Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2023 að fjárhæð -228.994 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 40.260.601 þús. kr. er borinn upp til atkvæða og samþykktur með sex atkvæðum.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarssonar óflokksbundinn sátu hjá.


B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2023 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 35.004 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 122 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -100.321 þús. kr.

IV. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -118 þús. kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 301.257 þús. kr.

VI. Hlíðarfjall, rekstarniðurstaða -171 þús. kr.

VII. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 192.816 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða -2.880 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með sex atkvæðum. Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarssonar óflokksbundinn sátu hjá.


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2023 að fjárhæð 228.061 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2023 að fjárhæð 65.686.615 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með sex atkvæðum meirihluta.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarssonar óflokksbundinn sátu hjá.


Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2023:

Aðalsjóður 1.580.000 þús. kr.

A-hluti 1.982.000 þús. kr.

B-hluti 3.094.000 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 5.076.000 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með með sex atkvæðum meirihlutans.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarssonar óflokksbundinn sátu hjá.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2023 lagðar fram:


a) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum, markmiðum sveitarfélagsins í umhverfis- og loftslagsmálum og meta endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.


a)
liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


b)
Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2023

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2023. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.


b) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsir því yfir að 9. liður dagskrárinnar ásamt 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. desember 2022 séu þar með afgreiddir.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að ekki sé gert ráð fyrir því að fjölga nægjanlega félagslegum íbúðum í eigu bæjarins með það að markmiði að stytta biðlista, en nú bíða þar um 160 einstaklingar. Þá er miður að meirihlutinn ætli að hækka gjöld á heimsendum mat til eldri borgara, sem og gjöld vegna leikskóla barna með fæði hækki. Ég hef efasemdir um að áætlað fjármagn vegna uppbyggingar leikskóla nægi og hef þar að auki áhyggjur af stöðu mannvirkja þeirra leikskóla sem komnir eru til ára sinna og eru jafnvel í óheppilegu húsnæði.

Ég fagna því hins vegar að margar af áherslum Samfylkingarinnar hafi náð inn í fjárhagsáætlun á milli umræðna í bæjarstjórn, t.d. er varða að gera yfirleitt ráð fyrir uppbyggingu leikskóla, flýta undirbúningi að uppbyggingu íbúakjarna fyrir fatlað fólk, koma á lægra gjaldi fyrir forgangshópa í frístund, rýmka svigrúm sérstaks húsnæðisstuðnings og afslátta af fasteignaskatti fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem og að dregið hafi verið úr áður ætluðum gjaldskrárhækkunum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2023 verði í hvívetna unnið eftir ferli fjárhagsáætlunar sem samþykkt var í bæjarráði þann 28. apríl síðastliðinn. Verkefnin forgangsröðuð og unnið markvissara í átt að sjálfbærni í rekstri. Við það gefst einnig tækifæri til lækkunar á álögum á íbúa sveitarfélagsins. Unnið verði að framtíðarsýn sveitarfélagsins í atvinnumálum sem eykur verðmæti og tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma.


Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, óskar bókað vegna B-hluta stofnanir:

Forsenda þess að breyta ferðavenjum og vinna að heilnæmara umhverfi er að auka þjónustustig strætó, það er ekki að sjá á fjárhagsáætlun þessa árs og í raun ljóst að leiðanet verði veikt með stækkun bæjarins og útvíkkun kerfisins.


Þá óskar Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista bókað við fjárhagsáætlun í heild:

Það er miður að sjá að ekki er gert ráð fyrir að fjármagna aðgerðaráætlun með nýsamþykktri Umhverfis- og loftslagsstefnu og engu fjármagni ætlað til að hækka þjónustustig strætó.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista, leggja fram eftirfarandi tillögu að viðbót við umrædda bókun:

„Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum, markmiðum sveitarfélagsins í umhverfis- og loftslagsmálum og meta endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.“

Bæjarráð - 3802. fundur - 16.03.2023

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3526. fundur - 21.03.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. mars 2023:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

Viðaukinn er að mestu til kominn vegna framkvæmda við Rósenborg, nýrrar launatöflu í kjarasamningum, rekstrarstyrks til Iðnaðarsafnsins og viðbótarframlaga til Menningarfélags Akureyrar. Útsvarstekjuáætlun sveitarfélagsins er einnig endurmetin með tilliti til nýrra kjarasamninga og þá er samhliða gerð tilfærsla innan fræðslumála sem felur ekki í sér útgjaldaaukningu. Áhrif viðaukans á rekstrar- og efnahagsreikning samstæðunnar er 31,4 milljónir króna og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir viðauka 2.

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir viðauka 3.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. júní 2023:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 2.

Viðauki 2 er nú lagður fram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir viðauka 2.



Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. júní 2023:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3.

Viðauki 3 er nú lagður fram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir viðauka 3.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Lagður fram viðauki 4.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4.



Bæjarráð - 3819. fundur - 14.09.2023

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinna fjárheimilda við framkvæmdir í Glerárskóla, 30 m.kr., og vegna aukins viðhalds félagslegra íbúða, 50 m.kr.

Bæjarstjórn - 3533. fundur - 19.09.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. september 2023:

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinna fjárheimilda við framkvæmdir í Glerárskóla, 30 m.kr., og vegna aukins viðhalds félagslegra íbúða, 50 m.kr.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 að fjárhæð 182,8 m.kr. með fjórum atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er tilkominn vegna aukinnar fjárheimildar vegna NPA þjónustu og aukins viðhalds Fasteigna Akureyrarbæjar.



Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Bæjarstjórn - 3534. fundur - 17.10.2023

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. október 2023:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 að fjárhæð 182,8 m.kr. með fjórum atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinnar fjárheimildar vegna NPA þjónustu og aukins viðhalds Fasteigna Akureyrarbæjar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka 6 með 9 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá og óskar bókað:

Um er að ræða fjármögnun á mikilvægum verkefnum sem við hefðum samþykkt, en höfum lagt áherslu á að óskað sé eftir heimild fyrirfram, en ekki eftir á. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins og hvetjum til þess að farið sé eftir leiðbeinandi verklagsreglum um viðauka fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 47,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinnar fjárveitingar til atvinnuátaks og aukinnar fjárheimildar stuðnings- og stoðþjónustu.

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 121,2 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna vegna kjarasamninga a) jöfnun launa milli markaða, 16,8 m.kr. b) Einingar-Iðju, 94 m.kr. c) Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 660 þús. kr. og d) Félags stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands, 9,9 m.kr. Samhliða er gerð breyting á áætlun útsvars sem hækkar um 130 m.kr. Minniháttar breyting er á áætluðum vöxtum milli fyrirtækja. Viðaukinn felur í sér 8,8 m.kr. betri rekstrarafkomu og verður til hækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn - 3538. fundur - 19.12.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 47,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinnar fjárveitingar til atvinnuátaks og aukinnar fjárheimildar stuðnings- og stoðþjónustu.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 7 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3538. fundur - 19.12.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 121,2 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna vegna kjarasamninga a) jöfnun launa milli markaða, 16,8 m.kr. b) Einingar-Iðju, 94 m.kr. c) Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 660 þús. kr. og d) Félags stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands, 9,9 m.kr. Samhliða er gerð breyting á áætlun útsvars sem hækkar um 130 m.kr. Minniháttar breyting er á áætluðum vöxtum milli fyrirtækja. Viðaukinn felur í sér 8,8 m.kr. betri rekstrarafkomu og verður til hækkunar á handbæru fé.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 8 með 11 samhljóða atkvæðum.