Málsnúmer 2023100652Vakta málsnúmer
Rætt um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson B-lista og leggur fram svofellda tillögu ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista:
Fræðslu- og lýðheilsuráði er falið í samstarfi við ungmennaráð og fulltrúa skólasamfélagsins, skólastjórnenda, kennara og nemendaráð grunnskóla, að setja reglur um notkun síma í grunnskólum Akureyrarbæjar. Reglurnar munu taka gildi í síðasta lagi um næstu áramót og gilda þar til mennta- og barnamálaráðherra hefur lokið vinnu við mótun reglna um notkun síma í grunnskólum landsins.
Til máls tóku Hlynur Jóhannsson og Heimir Örn Árnason.
Heimir Örn Árnason D-lista og formaður fræðslu- og lýðsheilsuráðs leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihlutans:
Skipaður verði starfshópur þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðsheilsusviðs liggja fyrir um símanotkun/reglur í grunnskólum. Hópurinn yrði samsettur af einum úr meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs, einum úr minnihluta, einum náms- og starfsráðgjafa, einum skólastjórnanda, fulltrúa foreldra grunnskólabarna, fulltrúa ungmennaráðs, starfsmanni fræðslu- og lýðheilsusviðs og honum gert að rýna niðurstöðurnar og koma með tillögur um framhaldið.
Næst tóku til máls Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.