Bæjarráð

3789. fundur 24. nóvember 2022 kl. 08:15 - 12:24 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023-2026 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

2.Álagning gjalda - útsvar 2023

Málsnúmer 2022110856Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2023 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2023 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2023

Málsnúmer 2022110595Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar að undanskyldu sorphirðugjaldi.

4.Fasteignagjöld 2023 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2022110595Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. nóvember 2022:

Rætt um reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

Nú er lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Starfsáætlun fjársýslusviðs 2023

Málsnúmer 2022110623Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2023.

6.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2023

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs fyrir árið 2023 með þeim fyrirvara að sett séu inn markmið með vísan til mannréttindastefnu bæjarins.

7.Mannauðssvið - starfsáætlun 2023

Málsnúmer 2022090441Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2023.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2023.

8.Betri vinnutími - Skólastjórafélag Íslands

Málsnúmer 2022101112Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að útfærslu styttingar vinnutíma félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í Glerárskóla, Hlíðarskóla, Lundarskóla, Naustaskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum
Bæjarráð samþykkir tillögur að útfærslu styttingar vinnutíma félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í Glerárskóla, Hlíðarskóla, Lundarskóla, Naustaskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla með gildistíma frá 1. september 2022.

9.Mannréttindastefna - 2023-2027

Málsnúmer 2022100707Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi vinnu við endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar og stofnun starfshóps.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Bæjaráð samþykkir framlagða tillögu um skipan launaðs vinnuhóps um endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

10.Þingvallastræti 23 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022030795Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 22. nóvember 2022 frá Önnu Sofíu Kristjánsdóttur f.h. Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna vegna bílastæðastæðakjalla undir nýja heilsugæslu við Þingvallastræti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

11.Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Málsnúmer 2022110861Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2022 frá Innviðaráðuneytinu, þar sem vakin er athygli á því að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni er mælt fyrir um lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar. Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022 í gegnum samráðsgáttina.
Bæjarráð tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga en gerir athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir rafrænum íbúakosningum.

12.Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál

Málsnúmer 2022110933Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. nóvember 2022 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0046.pdf

Fundi slitið - kl. 12:24.