Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer
Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:
Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Búfesti og Guðlaug Kristinsdóttir formaður Búfesti sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.