Málsnúmer 2021023130Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. ágúst 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi þörf á stálhlíf á ljósleiðarann milli Árskógssands og Hríseyjar.
Tilboð barst frá Sjótækni ehf. kr. 6.405.000 án VSK eða kr. 7.942.200 með VSK.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð 8 milljónir kr.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarsson F-lista óska bókað:
Það vekur athygli að í forsendum fjárhagsramma er horft til 10% gjaldskrárhækkana almennt, að undanskyldum leikskólagjöldum sem standa í stað, á sama tíma og fjárhagsrammi gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu. Ekki virðist í því samhengi horft til þess að verja tekjulægri hópa fyrir skörpum verðhækkunum. Þá er fjármögnun ýmissa verkefna óljós og loðin á þessum tímapunkti, enda öll fjárhagsáætlunarvinnan eftir og getur því ýmislegt tekið breytingum í því ferli, en miðað við þær forsendur sem blasa við í rammanum nú er ekki annað hægt en að sitja hjá við afgreiðslu hans.