Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram svofellda tillögu:
Að á árinu 2023 verði farið í, í samstarfi við Félag eldri borgara og öldungaráð, að undirbúa stækkun á samkomusal í Bugðusíðu og stefnt að framkvæmdum árið 2024.
Tveir greiddu atkvæði með tillögunni, þrír voru á móti. Tillagan var felld.
Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað að hún styður tillöguna.
Meirihlutinn óskar bókað:
Við getum ekki samþykkt þessa tillögu án þess að kostnaðargreining liggi fyrir. Vinna er farin af stað við aðgerðaráætlun sem snýr að eldri borgurum, þar sem húsnæðisþörf verður metin í samvinnu við Félag eldri borgara og öldungaráð.