Málsnúmer 2023110089Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 5. desember 2023:
Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. nóvember 2023:
Erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. atNorth ehf. sækir um lóð við Hlíðarvelli sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan núverandi lóðar fyrirtækisins. Umrædd lóð er 7.882 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,5.
Meðfylgjandi er greinargerð og afstöðumynd.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til bæjarráðs sem hefur með atvinnumál að gera.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að lóð B við Hlíðarvelli 1 verði úthlutað til atNorth ehf. án auglýsingar.
Sóley Björk Stefánsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Sindri Krisjánsson S-lista óska bókað eftirfarandi:
Við teljum skipulagsráð ekki hafa forsendur að svo stöddu til að taka upplýsta ákvörðun um áframhaldandi uppbyggingu gagnavera á Akureyri. Sveitarfélagið þarf að setja sér stefnu varðandi uppbyggingu gagnavera í bæjarlandinu. Það liggur ekki fyrir hversu orkufrek þessi uppbygging er og hvert svigrúmið er þá til annarra stórnotenda sem mögulega hefðu hug á atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn vísar málinu til umræðu í bæjarráði, sem fer með atvinnumál fyrir hönd bæjarstjórnar.
Fyrir fundi bæjarráðs liggur greinargerð Eyjólfs Magnúsar Kristinssonar forstjóra atNorth dagsett 10. desember 2023.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.