Bæjarráð

3831. fundur 14. desember 2023 kl. 08:15 - 11:41 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Heilbrigðisstofnun Norðurlands 2023

Málsnúmer 2023120547Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu heilsugæslunnar á Akureyri.

Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista og Jón Hjaltason óháður óska bókað:

Starfsemi HSN er gríðarlega mikilvæg fyrir íbúa svæðisins og er nauðsynlegt að tryggja stöðugleika í starfseminni og rekstrargrundvöll hennar til samræmis við þá þjónustu sem hún á að veita á öllu starfssvæðinu. Miklu máli skiptir að koma í veg fyrir frekari tafir á fyrirhugaðri uppbyggingu annarrar heilsugæslustöðvar á Akureyri, enda mikilvægt að tryggja starfseminni góðan húsakost. Þá er mikilvægt að tryggja að geðheilsuteymi HSN sé fjármagnað til jafns við aðrar heilbrigðisstofnanir landsins.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 47,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinnar fjárveitingar til atvinnuátaks og aukinnar fjárheimildar stuðnings- og stoðþjónustu.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 121,2 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna vegna kjarasamninga a) jöfnun launa milli markaða, 16,8 m.kr. b) Einingar-Iðju, 94 m.kr. c) Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 660 þús. kr. og d) Félags stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands, 9,9 m.kr. Samhliða er gerð breyting á áætlun útsvars sem hækkar um 130 m.kr. Minniháttar breyting er á áætluðum vöxtum milli fyrirtækja. Viðaukinn felur í sér 8,8 m.kr. betri rekstrarafkomu og verður til hækkunar á handbæru fé.

4.Strandgata 3 - BSO

Málsnúmer 2023030215Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. desember 2023 þar sem stjórnendur BSO óska eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir að stjórn BSO mæti á fund bæjarráðs.

5.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2024.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum að húsnæðisáætlun til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir frekari fjölgun á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins eða íbúðum sem sveitarfélagið framleigir til skjólstæðinga félagsþjónustunnar. Samkvæmt spá er þörfin eftir slíku húsnæði á næsta ári um 133-136 íbúðir, engu að síður er aðeins stefnt að því að fjölga þeim um 4 á ári. Samkvæmt þessari húsnæðisáætlun verður eftir tíu ár enn þörf fyrir 124 slíkar íbúðir og staðan því skánað sáralítið.

6.Hlíðarvellir - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023110089Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 5. desember 2023:

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. nóvember 2023:

Erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. atNorth ehf. sækir um lóð við Hlíðarvelli sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan núverandi lóðar fyrirtækisins. Umrædd lóð er 7.882 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,5.

Meðfylgjandi er greinargerð og afstöðumynd.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til bæjarráðs sem hefur með atvinnumál að gera.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að lóð B við Hlíðarvelli 1 verði úthlutað til atNorth ehf. án auglýsingar.

Sóley Björk Stefánsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Sindri Krisjánsson S-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum skipulagsráð ekki hafa forsendur að svo stöddu til að taka upplýsta ákvörðun um áframhaldandi uppbyggingu gagnavera á Akureyri. Sveitarfélagið þarf að setja sér stefnu varðandi uppbyggingu gagnavera í bæjarlandinu. Það liggur ekki fyrir hversu orkufrek þessi uppbygging er og hvert svigrúmið er þá til annarra stórnotenda sem mögulega hefðu hug á atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Bæjarstjórn vísar málinu til umræðu í bæjarráði, sem fer með atvinnumál fyrir hönd bæjarstjórnar.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur greinargerð Eyjólfs Magnúsar Kristinssonar forstjóra atNorth dagsett 10. desember 2023.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar bæjarráðs.

7.Umsóknir um tækifærisleyfi 2023

Málsnúmer 2023010717Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi dagsett 17. nóvember 2023 og 12. desember 2023 þar sem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um umsókn um lengri opnunartíma á Götubarnum annars vegar og Vamos Aey hins vegar að kvöldi 26. desember.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn til sýslumannsins á Norðurlandi eystra með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og B. kafla reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna umsóknar Götubarsins ehf., Hafnarstræti 96, Akureyri og Sjallans ehf. vegna Vamos Aey, Ráðhústorgi 9, Akureyri um lengri afgreiðslutíma aðfaranótt 27. desember nk., til kl. 03.00. Ákvörðun þessi hefur jafnframt áhrif á aðra rekstraraðila veitingastaða í flokki III, ef óskað er lengri opnunartíma til sýslumanns, með vísan til jafnræðisreglu.

8.Hlíðarfjallsvegur - niðurfelling hluta vegar af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650Vakta málsnúmer

Liður 19 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. desember 2023:

Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 frá Vegagerðinni vegna tilkynningar um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands. Einnig er lögð fram bókun bæjarráðs frá 17. maí 2023 varðandi málið og bókun dagsett 1. júlí 2021 frá fulltrúum Sambands íslenskra sveitafélaga varðandi skilavegi.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023010813Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 166. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 7. desember 2023.
Bæjarráð vísar liðum 3 og 4 til umhverfis- og mannvirkjaráðs og lið 5 til skipulagsráðs.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 5. desember 2023.

Fundi slitið - kl. 11:41.