Málsnúmer 2023060138Vakta málsnúmer
Liður 16 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. júní 2023:
Minnisblað vegna óska um aukningu stöðugilda vegna viðbótarþjónustu við börn í leikskólum Akureyrarbæjar tímabilið september-desember 2023. Úthlutun viðbótarþjónustu til leikskólanna hefur verið dreift á þrjú tímabil, þ.e. janúar-maí, júní-ágúst og september-desember. Beiðnin snýr að komandi hausti.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 17.300.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:
Legg til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur ásamt starfsfólki og hagaðilum til að fara í greiningu og endurskipulagningu á leikskólastiginu.