Málsnúmer 2023090488Vakta málsnúmer
Rætt um fyrirhugaða sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð. Samþykkt var samhljóða að ekki væri um vanhæfi að ræða.
Karl Frímannsson skólameistari MA og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Láru Halldóru Eiríksdóttur sem sat undir þessum fundarlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Að lokinni umræðu skólameistara og fundarmanna véku skólameistarar af fundi bæjarráðs en inn á fund bæjarráðs mættu fulltrúar nemendafélaga MA og VMA, Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, Tómas Óli Ingvarsson varaforseti Hugins, Steinar Bragi Laxdal formaður Þórdunu og Linda Björg Kristjánsdóttir varaformaður Þórdunu.