Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:
Lagður fram viðauki 8.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 121,2 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna vegna kjarasamninga a) jöfnun launa milli markaða, 16,8 m.kr. b) Einingar-Iðju, 94 m.kr. c) Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 660 þús. kr. og d) Félags stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands, 9,9 m.kr. Samhliða er gerð breyting á áætlun útsvars sem hækkar um 130 m.kr. Minniháttar breyting er á áætluðum vöxtum milli fyrirtækja. Viðaukinn felur í sér 8,8 m.kr. betri rekstrarafkomu og verður til hækkunar á handbæru fé.
Heimir Örn Árnason kynnti.