Bæjarstjórn

3538. fundur 19. desember 2023 kl. 16:00 - 16:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista sat fundinn í forföllum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.

1.Breytingar í nefndum 2022-2026 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Huldu Elmu Eysteinsdóttur L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir verði aðalmaður og formaður í stað Andra Teitssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Huldu Elmu Eysteinsdóttur L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Jón Þorvaldur Heiðarsson verði aðalmaður og varaformaður í stað Huldu Elmu Eysteinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Breytingar í nefndum 2022-2026 - stjórn Hafnasamlags Norðurlands

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Huldu Elmu Eysteinsdóttur L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Hafnasamlags Norðurlands. Andri Teitsson verði aðalmaður í stað Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Álagning gjalda - útsvar 2024

Málsnúmer 2023111107Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Akureyrarbæ, sem komin er til vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Bæjarstjórn samþykkti 5. desember sl. að útsvar yrði 14,74% á árinu 2024.

Endurskoðuð tillaga sem liggur fyrir bæjarstjórn gerir ráð fyrir að útsvar verði 14,97% á árinu 2024.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Með vísan til breytinga á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dagsettu 15. desember 2023, samþykkir bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 47,6 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinnar fjárveitingar til atvinnuátaks og aukinnar fjárheimildar stuðnings- og stoðþjónustu.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 7 með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 121,2 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna vegna kjarasamninga a) jöfnun launa milli markaða, 16,8 m.kr. b) Einingar-Iðju, 94 m.kr. c) Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, 660 þús. kr. og d) Félags stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélags Íslands, 9,9 m.kr. Samhliða er gerð breyting á áætlun útsvars sem hækkar um 130 m.kr. Minniháttar breyting er á áætluðum vöxtum milli fyrirtækja. Viðaukinn felur í sér 8,8 m.kr. betri rekstrarafkomu og verður til hækkunar á handbæru fé.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 8 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2024.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum að húsnæðisáætlun til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað: Það er áhyggjuefni að ekki sé gert ráð fyrir frekari fjölgun á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins eða íbúðum sem sveitarfélagið framleigir til skjólstæðinga félagsþjónustunnar. Samkvæmt spá er þörfin eftir slíku húsnæði á næsta ári um 133-136 íbúðir, engu að síður er aðeins stefnt að því að fjölga þeim um 4 á ári. Samkvæmt þessari húsnæðisáætlun verður eftir tíu ár enn þörf fyrir 124 slíkar íbúðir og staðan því skánað sáralítið.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.

Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina með 8 akvæðum.

Jón Hjaltason óflokksbundinn, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.

Bæjarstjórn telur mikilvægt fyrir sveitarfélagið að viðræður við ríkið um rammasamning um húsnæðisuppbyggingu verði kláraðar þannig að húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa verði tryggt. Huga þarf sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulágum og þá ekki síður eldri borgurum. Tryggja þarf nægt lóðaframboð og leggja sérstaka áherslu á skipulagsmál næstu árin, m.a. fara yfir verkferla og tryggja að ekki verði frekari seinkanir á byggingarhæfi lóða.

8.Íslenska æskulýðsrannsóknin

Málsnúmer 2023120890Vakta málsnúmer

Rætt um niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2023 fyrir Akureyrarbæ.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir.

Til máls tóku Lára Halldór Eiríksdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að nýta niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar til að styðja við stefnumótun í málefnum barna. Verið er að innleiða aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Bæjarstjórn leggur áherslu á að unnið verði í nánu samstarfi við foreldra, ungmenni, félagasamtök og sérfræðinga við innleiðinguna. Bæjarstjórn felur jafnframt fræðslu- og lýðheilsuráði í samvinnu við velferðarráð að fylgja verkefninu eftir og upplýsa bæjarstjórn.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7. og 14. desember 20223
Bæjarráð 7. og 14. desember 20223
Fræðslu- og lýðheilsuráð 4. desember 2023
Skipulagsráð 13. desember 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 5. desember 2023
Velferðarráð 13. desember 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:58.