Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2019:
Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 á Oddeyri, neðan Hjalteyrargötu. Breytingin felur einnig í sér breytingu á rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Fyrir liggja tillögur að skipulagsbreytingum á reit milli Strandgötu, Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Breytingatillögurnar eru vegna hugmynda um allt að ellefu hæða byggingu á reitnum.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um burðargetu lóðanna en þarna er lítt kannaður setbunki eftir framburð Glerár. Reynslan af hafnarbyggingum á Oddeyrartanga gefa ekki tilefni til bjartsýni á öryggi grunnsins þarna.
Ekki er búið að fjalla á formlegan hátt um viðbrögð vegna líklegra sjávarstöðubreytinga á næstu áratugum og öldum.
Svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar.
Til þess að koma svona verkefni fyrir er ekki nóg að horfa aðeins á umræddan byggingareit heldur verður að gaumgæfa allt núverandi deiliskipulagssvæði sem og hverfisskipulagið í heild.
Svona mikill massi bygginga upp við athafna- og atvinnusvæði myndi takmarka framtíðarmöguleika næstu athafnasvæða, en það gæti takmarkað möguleika á atvinnuuppbyggingu innan Akureyrarbæjar.
Vegna þessara atriða sem og óvissu um samþykki bæjarbúa fyrir svona mikilli stefnubreytingu á áherslum nýsamþykkts aðalskipulags er ekki tímabært að byrja á þessari framkvæmd.
Erindinu er því vísað frá.
Tillagan var borin upp til atkvæða og var felld með 3 atkvæðum gegn 1.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þá gert ráð fyrir kynningu á íbúafundi og væru fyrirliggjandi hugmyndir þróunaraðila kynntar á sama fundi.
Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði á móti.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn)og Gunnar Gíslason (í annað sinn).
Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Fyrir liggja tillögur að skipulagsbreytingum á reit milli Strandgötu, Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Breytingatillögurnar eru vegna hugmynda um allt að ellefu hæða byggingu á reitnum.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um burðargetu lóðanna en þarna er lítt kannaður setbunki eftir framburð Glerár. Reynslan af hafnarbyggingum á Oddeyrartanga gefa ekki tilefni til bjartsýni á öryggi grunnsins þarna.
Ekki er búið að fjalla á formlegan hátt um viðbrögð vegna líklegra sjávarstöðubreytinga á næstu áratugum og öldum.
Svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar.
Til þess að koma svona verkefni fyrir er ekki nóg að horfa aðeins á umræddan byggingareit heldur verður að gaumgæfa allt núverandi deiliskipulagssvæði sem og hverfisskipulagið í heild.
Svona mikill massi bygginga upp við athafna- og atvinnusvæði myndi takmarka framtíðarmöguleika næstu athafnasvæða, en það gæti takmarkað möguleika á atvinnuuppbyggingu innan Akureyrarbæjar.
Vegna þessara atriða sem og óvissu um samþykki bæjarbúa fyrir svona mikilli stefnubreytingu á áherslum nýsamþykkts aðalskipulags er ekki tímabært að byrja á þessari framkvæmd.
Erindinu er því vísað frá.
Tillagan var borin upp til atkvæða og var felld með 3 atkvæðum gegn 1.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þá gert ráð fyrir kynningu á íbúafundi og væru fyrirliggjandi hugmyndir þróunaraðila kynntar á sama fundi.
Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði á móti.