Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. september 2020:
Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar sem felur í sér breytingu á hluta athafnasvæðis á Oddeyri í íbúðarsvæði. Þá eru einnig lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins 10. júní sl. og síðan þá hefur verið fundað með fulltrúum hverfisnefndar Oddeyrar, eigendum mannvirkja á skipulagssvæðinu og þróunaraðila.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað að hæpið sé að ganga gegn óskum fjölmargra bæjarbúa um að byggja ekki háhýsi á umræddum byggingareit. Gildandi aðalskipulag sem kveður á um lágreista byggð var unnið í mjög miklu samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila í bænum. Í athugasemd frá hverfisnefnd Oddeyrar er vakin athygli á að byggðin syðst á Oddeyrinni er lágreist en hækkar eftir því sem norðar dregur. Ísavia bendir á að há íbúðarhús á þessum stað gætu dregið úr notkunargildi flugvallarins. Minjastofnun bendir á að það sé ekki einungis Gránufélagshúsið sem er friðað, heldur þurfi líka að taka tillit til hússins í hönnun nágrennis þess. Og nokkrar ábendingar almennra borgara vara við að endurtaka mistök borga og bæja um allan heim sem hafa byggt háhýsi við sjóinn og síðan uppgötvað ýmsa ókosti við það. Það á einnig eftir að koma í ljós, ef af háhýsabyggingum verður, hver á að bera kostnað af því að fá núverandi landeigendur burt af svæðinu.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista, Orri Kristjánsson S-lista, Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista, Þórhallur Jónsson D-lista og Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista ítreka bókun meirihluta skipulagsráðs frá fundi 22. apríl sl.
Þá hefur einnig verið komið til móts við athugasemdir um hæð bygginga með því að takmarka hæð þeirra við 25 metra yfir sjávarmáli.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Heimir Haraldsson, Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.