- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að hún ítreki bókun frá 12. febrúar 2020, 2. fundarlið og vill auk þess undirstrika eftirfarandi: Í Aðalskipulagi Akureyrar stendur varðandi Oddeyrina: „Halda skal yfirbragði svæðisins og nýbyggingar og breytingar einstakra húsa skulu vera í samræmi við aðliggjandi húsaraðir“ Í rammahluta aðalskipulags varðandi umrætt svæði á Oddeyri stendur: „Nýjar byggingar verði almennt 3-4 hæðir.“
Hærri byggingar munu breyta ásýnd svæðisins til hins verra, sérstaklega ef þær eru nálægt friðlýstum byggingum eins og Gránufélagshúsinu. Aukið skuggavarp og minna útsýni mun hafa í för með sér skerðingu á lífsgæðum íbúa í nágrenni hárra bygginga. Auk þess er hæpið að skipuleggja mikið byggingamagn nálægt sjávarmáli í ljósi þess að sjávarstaða mun hækka á næstu áratugum vegna hlýnunar jarðar. Því er svokallaður Núll kostur ákjósanlegastur, þ.e. að gildandi aðalskipulagi verði ekki breytt.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista, Orri Kristjánsson S-lista, Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista og Þórhallur Jónsson D-lista óska bókað:
Oddeyri er mikilvægt svæði þegar kemur að framtíðarþróun Akureyrar og æskilegt er að koma svæðinu í endurnýjun og uppbyggingu sem fyrst.
Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin á við um er skilgreint sem þróunarsvæði í aðalskipulagi. Nálægð við innviði gera svæðið verðmætt til uppbyggingar og þéttingar byggðar.
Þétting byggðar er hvorutveggja umhverfisvæn og hagkvæm. Hlutfallslegur kostnaður við viðhald gatna, veitna, sorphirðu og snjómokstur á hvern íbúa lækkar. Göngu- og hjólafjarlægðir styttast og innviðir á borð við skóla og þjónustu nýtast fleirum og auðveldara er að halda úti almenningssamgöngum. Styttri aksturfjarlægðir og aukið hlutfall gangandi og hjólandi vegfarenda felur í sér minni umferð og aukin loftgæði.
Síðast en ekki síst sparar þétting byggðar óraskað land sem þá nýtist til landbúnaðar, bindingu kolefnis og/eða sem vistsvæði plantna, fugla og annarra dýra.
Oddeyri er sem stendur fámennt hverfi og möguleiki á að nýta innviði svæðisins betur, t.a.m. grunn- og leikskóla. Með tilkomu 100-150 íbúða á svæðinu mun fólki á Oddeyri fjölga og téðir innviðir nýtast betur.
Uppbygging á þessu svæði mun ekki valda skuggavarpi sem nokkru nemur á núverandi byggð á Oddeyri.
Varðandi hækkun sjávarborðs vegna hnattrænnar hlýnunar liggja fyrir upplýsingar sem benda til þess að landris mun að mestu vinna gegn hækkun sjávar við Akureyri en við teljum þó að mikilvægt sé að fylgjast grannt með stöðu mála í framtíðinni.