Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemda og umsagna.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna. Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 m.y.s. í 20 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað enn og aftur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.