Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 23. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi sem hefur verið í ferli í rúm tvö ár en lýsing skipulagsbreytingarinnar var kynnt á fundi í Hofi þann 21. október 2019, drög að breytingu voru kynnt 6. maí 2020 og var tillaga að breytingu síðan auglýst 6. janúar 2021 með athugasemdafresti til 17. febrúar. Að athugasemdafresti loknum samþykkti bæjarstjórn að fara í íbúakosningu um breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Ráðgefandi íbúakosning fór fram frá 27. til 31. maí 2021 og var málið tekið fyrir í bæjarstjórn að nýju þann 15. júní sl. Var málinu þá vísað aftur til umfjöllunar skipulagsráðs.
Eggert Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.